Innlent

Kennarar sem fengu Janssen fá örvunarskammt

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Það styttist í að skólar hefjist á nýjan leik.
Það styttist í að skólar hefjist á nýjan leik. Vísir/Vilhelm

Að tillögu sóttvarnalæknis er öllum kennurum og starfsmönnum skóla sem fengu Janssen bólusetningu í vor boðinn örvunarskammtur með bóluefni frá Pfizer í næstu viku og vikunni þar á eftir.

Þetta kemur fram á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins þar sem segir að minnst 28 dagar þurfi að hafa liðið frá bólusetningu með bóluefni Janssen til að hægt sé að mæta til að fá örvunarskammtinn.

Bólusett verður dagana 3. til 13. ágúst á Suðurlandsbraut 34. Fólk er beðið um að koma í eftirfarandi röð en raðað er á dagana eftir því í hvaða mánuði viðkomandi er fæddur:

  • Janúar og febrúar - 3. ágúst
  • Mars - 4. ágúst
  • Apríl - 5. ágúst
  • Maí -  6. ágúst
  • Júní -  9. ágúst
  • Júlí -  10. ágúst
  • Ágúst - 11. ágúst
  • September og október - 12. ágúst
  • Nóvember og desember - 13. ágúst

Bólusett er frá klukkan 11 til 16.  Fólk er beðið að koma eftir því hvenær í mánuðinum það er fætt. Þannig að þau sem eru fædd í fyrstu viku mánaðarins koma klukkan 11, þau sem eru fædd í annarri viku koma klukkan 12, þau sem eru fædd í þriðju viku koma klukkan 13 og þau sem fædd eru í síðustu viku mánaðar mæta klukkan 15.

Boð verða ekki send út í þessar bólusetningar en allir eru beðnir um að hafa meðferðis eldra strikamerki um boð í bólusetningu. Þá skiptir ekki máli í hvaða efni eða dag boðað var.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.