Innlent

Ný bólu­efni gegn delta eru okkar helsta von

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Kamilla Sigríður Jósefsdóttir staðgengill sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna.
Kamilla Sigríður Jósefsdóttir staðgengill sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna. Lögreglan

Kamilla Sig­ríður Jósefs­dóttir, stað­gengill sótt­varna­læknis, segir ó­víst hvort og þá hve­nær hægt verði að líta kórónu­veiruna sömu augum og venju­lega inflúensu­veiru, eins og menn höfðu vonast eftir að yrði staðan eftir að bólusetningum hjá meirihluta þjóðarinnar væri lokið.

„Það er í rauninni okkar helsta von að það komi sér­tæk bólu­efni sem virka betur gegn delta. Sem virka á­líka vel gegn delta eins og bólu­efnin sem við eigum nú virkuðu gegn upp­haf­legu Wu­han-veirunni,“ sagði Kamilla á upp­lýsinga­fundi al­manna­varna í dag.

Eins og greint hefur verið frá eru það heil­brigðis­yfir­völdum mikil von­brigði hve mikið verr bólu­efnin virka á delta-af­brigði veirunnar en gert hafði verið ráð fyrir.

Rann­sóknir hafa þó bent til þess að tveir skammtar af bólu­efni Pfizer virki best gegn af­brigðinu, 88 prósent vörn, og tveir skammtar af AstraZene­ca virki einnig vel gegn því, veiti 67 prósent vörn.

Talið er að einn skammtur af Jan­sen-bólu­efninu veiti ekki nógu góða vörn gegn af­brigðinu og er fyrir­hugað að gefa öllum þeim sem hafa fengið Jan­sen-bólu­efnið á Ís­landi annan skammt af Pfizer-bólu­efninu strax í næsta mánuði.

Ný afbrigði helsta áhyggjuefnið

En þá er að vona að skæðari af­brigði komi ekki fram í bráð:

„Það er bara hætt við því eins og staðan er núna, með mjög út­breidd smit víða um heim, að það komi á­fram fram ný af­brigði,“ sagði Kamilla á fundinum í dag.

Þar viðrar hún sömu á­hyggjur og Rochelle Wa­len­sky, yfir­maður Sótt­varna­stofnunar Banda­ríkjanna, gerði ný­lega:

„Stóra á­hyggju­efnið núna er að næsta af­brigði veirunnar sem kann að spretta upp - og gæti myndast eftir að­eins ör­fáar stökk­breytingar - geti komið sér undan þeirri vörn sem bólu­efni okkar veita í dag,“ var haft eftir henni í frétt The New York Times í vikunni.

Kamilla vonar þó að þróun bólu­efna fari einnig fram á næstunni og vonin stendur auð­vitað til þess að nýtt sér­tækt bólu­efni komi fram sem virkar vel gegn delta-af­brigðinu og vonandi þeim af­brigðum sem eiga eftir að koma fram síðar.

„En við getum náttúru­lega voða­lega lítið sagt til um það hversu mikilli út­breiðslu þau [ný af­brigði] gætu mögu­lega náð eða hvernig bólu­efnin sem við erum ekki einu sinni komin með gætu virkað gegn þeim,“ sagði Kamilla. „Þannig að það er ekki hægt að spá fyrir um þetta.“

Hér er hægt að horfa á upplýsingafundinn í dag í heild sinni:


Tengdar fréttir

Staðan í Banda­­­ríkjunum varpar nýju ljósi á delta-af­brigðið

Banda­ríkja­menn standa nú frammi fyrir svipaðri stöðu og við Ís­lendingar; smituðum einstaklingum fjölgar ört og bíða menn í of­væni eftir að sjá hversu alvarlegum veikindum delta-afbrigðið getur valdið hjá þeim sem eru bólusettir. Það ætti að koma í ljós á næstu dögum eða viku. Sérstaða Bandaríkjanna sýnir þó ágætlega hversu virk bóluefnin eru gegn afbrigðinu. 

Delta-afbrigðið veldur usla víða um heim

Delta-afbrigði Nýju kórónuveirunnar er skæðasta afbrigði veirunnar sem veldur Covid-19 og hefur að miklu leyti snúið baráttunni gegn faraldrinum á haus. Afbrigðið dreifist auðveldar manna á milli en bóluefni virðast veita mikla vörn gegn alvarlegum veikindum meðal smitaðra.

Engin á­stæða til að missa trú á bólu­setningum

Doktor í faraldsfræði segir að þrátt fyrir nýja bylgju kórónuveirufaraldursins sé alls engin ástæða til að missa trú á bólusetningum. Þvert á móti þurfi nú að leggja meiri áherslu á þær en áður.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×