Innlent

Minnst 118 greindust innanlands

Eiður Þór Árnason skrifar
Löng röð var í sýnatöku á Suðurlandsbraut í gær.
Löng röð var í sýnatöku á Suðurlandsbraut í gær. Vísir

Í gær greindust minnst 118 einstaklingar innanlands með Covid-19. Þar af voru 34 óbólusettir og fjórir hálfbólusettir. 67 eða rúmur helmingur var utan sóttkvíar við greiningu. 

Þetta kemur fram í nýuppfærðum tölum á upplýsingavefnum Covid.is en samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum eru ekki um að ræða lokatökur dagsins. 

Nú eru 966 í einangrun hér á landi og 2.508 í sóttkví samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum. Enginn farþegi greindist jákvæður við landamæraskimun í gær. 4.813 innanlandssýni voru tekin og 305 landamærasýni. 

Nýgengi innanlandssmita heldur áfram að hækka milli daga og mælist nú 249 á hverja 100 þúsund íbúa. Alls greindust 123 einstaklingar með Covid-19 á þriðjudag og bættist einn við þá tölu í morgun. Þar með er búið að jafna met mánudagsins þegar metfjöldi einstaklinga greindist með Covid-19 á einum degi. 

Í nýju verklagi almannavarna vegna uppfærslu á covid.is verður sá hátturinn hafður á að ef ekki næst að setja inn allar smittölur þá bætast þær við í uppfærslu næsta dag klukkan 11:00.

Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um að lokatala gærdagsins liggi ekki fyrir.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.