Ráku þrjá leikmenn fyrir kynþáttafordóma Valur Páll Eiríksson skrifar 29. júlí 2021 07:00 Í yfirlýsingu Portsmouth segir að félagið líði ekki hvers kyns mismunun. Robin Jones/Getty Images Enska C-deildarliðið Portsmouth rak í dag þrjá unga leikmenn úr akademíu félagsins vegna rasískra skilaboða sem þeir sendu sín á milli í Snapchat-hópi liðsins. Skilaboðin urðu opinber og hefur Portsmouth ákveðið að segja upp samningum leikmannana eftir rannsókn á málinu. Skilaboðin voru send eftir úrslitaleik Englands og Ítalíu á Evrópumóti karla í fótbolta í sumar þar sem Ítalía fór með sigur af hólmi eftir vítaspyrnukeppni. Marcus Rashford, Bukayo Saka og Jadon Sancho brást öllum bogalistin af vítapunktinum í keppninni en þeir eiga sameiginlegt að vera dökkir á hörund. Þrír leikmenn Portsmouth sendu skilaboð í lokaðan Snapchat-hóp U18 ára liðs félagsins. Skilaboðin beindust að þremenningunum sem nefndir eru að ofan þar sem miður smekklegir hlutir komu fram er sneru að hörundlit þeirra. Portsmouth FC can confirm that three players have been released from the academy following the conclusion of a disciplinary process#Pompey— Portsmouth FC (@Pompey) July 28, 2021 Portsmouth hóf rannsókn á málinu í síðustu viku og sendi félagið frá sér tilkynningu í gærkvöld þar sem greint var frá því að leikmennirnir þrír hefði verið vísað burt frá félaginu. Þeir hafi rétt til þess að áfrýja ákvörðuninni en Portsmouth standi gegn allri mismunun. Portsmouth er í C-deildinni á Englandi og mun leika þar fimmta tímabilið í röð á komandi vetri. Liðið var í úrvalsdeild frá 2003 til 2010 og vann meðal annars FA-bikarinn á meðan Hermann Hreiðarsson var í röðum félagsins árið 2008, en féll úr efstu deild niður í D-deildina á fjórum árum. Fjárhagsvandræði hafa plagað félagið síðasta rúman áratuginn og hægt virðist ganga að rétta úr kútnum en liðið hefur þó verið í baráttu um umspilssæti öll fjögur ár sín í C-deildinni eftir að hafa unnið D-deildina 2017. Enski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Sjá meira
Skilaboðin voru send eftir úrslitaleik Englands og Ítalíu á Evrópumóti karla í fótbolta í sumar þar sem Ítalía fór með sigur af hólmi eftir vítaspyrnukeppni. Marcus Rashford, Bukayo Saka og Jadon Sancho brást öllum bogalistin af vítapunktinum í keppninni en þeir eiga sameiginlegt að vera dökkir á hörund. Þrír leikmenn Portsmouth sendu skilaboð í lokaðan Snapchat-hóp U18 ára liðs félagsins. Skilaboðin beindust að þremenningunum sem nefndir eru að ofan þar sem miður smekklegir hlutir komu fram er sneru að hörundlit þeirra. Portsmouth FC can confirm that three players have been released from the academy following the conclusion of a disciplinary process#Pompey— Portsmouth FC (@Pompey) July 28, 2021 Portsmouth hóf rannsókn á málinu í síðustu viku og sendi félagið frá sér tilkynningu í gærkvöld þar sem greint var frá því að leikmennirnir þrír hefði verið vísað burt frá félaginu. Þeir hafi rétt til þess að áfrýja ákvörðuninni en Portsmouth standi gegn allri mismunun. Portsmouth er í C-deildinni á Englandi og mun leika þar fimmta tímabilið í röð á komandi vetri. Liðið var í úrvalsdeild frá 2003 til 2010 og vann meðal annars FA-bikarinn á meðan Hermann Hreiðarsson var í röðum félagsins árið 2008, en féll úr efstu deild niður í D-deildina á fjórum árum. Fjárhagsvandræði hafa plagað félagið síðasta rúman áratuginn og hægt virðist ganga að rétta úr kútnum en liðið hefur þó verið í baráttu um umspilssæti öll fjögur ár sín í C-deildinni eftir að hafa unnið D-deildina 2017.
Enski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn