Töf á birtingu þrátt fyrir að engin sýni hafi verið eftir í morgun Eiður Þór Árnason skrifar 28. júlí 2021 14:53 Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla-og veirufræðideild Landspítala. Vísir/baldur Annan daginn í röð var ekki greint frá endanlegum fjölda nýgreindra innanlandssmita klukkan 11 í dag líkt og til stóð. Metfjöldi Covid-sýna kom inn til sýkla- og veirufræðideildar Landspítala í gær en greiningu þeirra lauk í gærkvöldi. Almannavörnum tókst þó ekki að ljúka úrvinnslu allra gagnanna í tæka tíð. Að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa almannavarna, bárust síðustu niðurstöður frá sýkla- og veirufræðideildinni skömmu fyrir miðnætti. Þónokkur úrvinnsla hafi því beðið starfsmanna þegar þeir mættu til vinnu í morgun. „Þessi tölfræðivinna tekur öll tíma. Þó við vitum sirka hversu margir sýktir eiga eftir að bætast við þá þarf að klára allskonar tæknilega og tölfræðilega vinnu áður en þetta er birt.“ Hjördís gat ekki veitt upplýsingar um það hvenær mætti eiga von á lokatölum. Vitað er að minnst 115 hafa greinst með Covid-19 innanlands í gær. Þarf því lítið að bætast við til að núverandi met faraldursins, 123 smit á einum degi, falli annan daginn í röð. Nálgast þolmörk Alls voru 5.400 Covid-sýni greind á sýkla- og veirufræðideildinni í gær sem nálgast nú þolmörk. „Við höfum áætlað að við getum náð að greina fjögur til fimm þúsund sýni á dag með þessum mannskap sem við erum með í sumar. Við náðum þarna 5.400 en það þýðir þá að fólk er að vinna lengri vinnudag en það er vant. Það er talsvert meira álag og gengur ekki þannig til lengdar. Við vonum að það þurfi ekki að kalla inn fólk úr sumarleyfi eða lengja vaktir,“ segir Karl Gústaf Kristinsson, yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar. Bilun sem kom upp í einu greiningatæki deildarinnar á sunnudag átti sinn þátt í því að lokatölur birtust seint í gær. Bilunin varð til þess að greining 400 til 600 sýna færðist yfir á mánudaginn. Sama dag leitaði metfjöldi í sýnatöku. „Það var eitthvað sambandsleysi milli tækisins og tölvukerfisins okkar sem tókst að gera við síðar á sunnudagskvöld,“ segir Karl. Hann segir að rými sé til að auka afkastagetu deildarinnar með núverandi tækjakosti en það kalli á að búnaðurinn sé keyrður lengur á hverjum sólarhring. Sýnum hefur fjölgað hratt síðustu vikuna og hvert metið slegið á fætur öðru. Karl bætir við að ef sú fjölgun haldi áfram þurfi að bregðast við með einhverjum hætti. Í fyrra greip deildin til þess ráðs að auka afkastagetu sína með því að sameina sýni og greina fimm í einu. Karl segir erfitt að gera það núna þar sem hlutfall jákvæðra sýna sé talsvert hærra. Lítill vinnusparnaður fylgi því að sameina sýni þegar svo sé þar sem starfsmenn þurfi endurgreina hvert og eitt sýni þegar sameinað sýni reynist jákvætt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekki búið að ljúka greiningu sýna: Minnst 115 greindust innanlands í gær Í gær greindust minnst 115 einstaklingar innanlands með Covid-19. Af þeim voru 24 óbólusettir og tveir hálfbólusettir. 89 voru utan sóttkvíar við greiningu. 28. júlí 2021 10:44 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira
Almannavörnum tókst þó ekki að ljúka úrvinnslu allra gagnanna í tæka tíð. Að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa almannavarna, bárust síðustu niðurstöður frá sýkla- og veirufræðideildinni skömmu fyrir miðnætti. Þónokkur úrvinnsla hafi því beðið starfsmanna þegar þeir mættu til vinnu í morgun. „Þessi tölfræðivinna tekur öll tíma. Þó við vitum sirka hversu margir sýktir eiga eftir að bætast við þá þarf að klára allskonar tæknilega og tölfræðilega vinnu áður en þetta er birt.“ Hjördís gat ekki veitt upplýsingar um það hvenær mætti eiga von á lokatölum. Vitað er að minnst 115 hafa greinst með Covid-19 innanlands í gær. Þarf því lítið að bætast við til að núverandi met faraldursins, 123 smit á einum degi, falli annan daginn í röð. Nálgast þolmörk Alls voru 5.400 Covid-sýni greind á sýkla- og veirufræðideildinni í gær sem nálgast nú þolmörk. „Við höfum áætlað að við getum náð að greina fjögur til fimm þúsund sýni á dag með þessum mannskap sem við erum með í sumar. Við náðum þarna 5.400 en það þýðir þá að fólk er að vinna lengri vinnudag en það er vant. Það er talsvert meira álag og gengur ekki þannig til lengdar. Við vonum að það þurfi ekki að kalla inn fólk úr sumarleyfi eða lengja vaktir,“ segir Karl Gústaf Kristinsson, yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar. Bilun sem kom upp í einu greiningatæki deildarinnar á sunnudag átti sinn þátt í því að lokatölur birtust seint í gær. Bilunin varð til þess að greining 400 til 600 sýna færðist yfir á mánudaginn. Sama dag leitaði metfjöldi í sýnatöku. „Það var eitthvað sambandsleysi milli tækisins og tölvukerfisins okkar sem tókst að gera við síðar á sunnudagskvöld,“ segir Karl. Hann segir að rými sé til að auka afkastagetu deildarinnar með núverandi tækjakosti en það kalli á að búnaðurinn sé keyrður lengur á hverjum sólarhring. Sýnum hefur fjölgað hratt síðustu vikuna og hvert metið slegið á fætur öðru. Karl bætir við að ef sú fjölgun haldi áfram þurfi að bregðast við með einhverjum hætti. Í fyrra greip deildin til þess ráðs að auka afkastagetu sína með því að sameina sýni og greina fimm í einu. Karl segir erfitt að gera það núna þar sem hlutfall jákvæðra sýna sé talsvert hærra. Lítill vinnusparnaður fylgi því að sameina sýni þegar svo sé þar sem starfsmenn þurfi endurgreina hvert og eitt sýni þegar sameinað sýni reynist jákvætt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekki búið að ljúka greiningu sýna: Minnst 115 greindust innanlands í gær Í gær greindust minnst 115 einstaklingar innanlands með Covid-19. Af þeim voru 24 óbólusettir og tveir hálfbólusettir. 89 voru utan sóttkvíar við greiningu. 28. júlí 2021 10:44 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira
Ekki búið að ljúka greiningu sýna: Minnst 115 greindust innanlands í gær Í gær greindust minnst 115 einstaklingar innanlands með Covid-19. Af þeim voru 24 óbólusettir og tveir hálfbólusettir. 89 voru utan sóttkvíar við greiningu. 28. júlí 2021 10:44