Kemur til greina að hraðprófa fyrir stóra viðburði Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. júlí 2021 19:35 Alma D. Möller segir að það sé til skoðunar að taka upp hraðpróf í meiri mæli, til dæmis fyrir fjölmenna viðburði. Vísir/Vilhelm Til greina kemur að nota hraðpróf í meiri mæli hér á landi, til dæmis á stórum vinnustöðum og fyrir fjölmenna viðburði, líkt og tíðkast víða um heim, að sögn landlæknis. Landspítalinn hóf að skima starfsfólk sitt með hraðprófum í dag. „Það er verið að skoða notkun hraðprófa í meiri mæli og verður settur sérstakur hópur í það. Það getur vel verið að til lengri tíma verði einmitt meira notað af þeim fyrir fjölmenna viðburði og þess háttar,” segir Alma Möller landlæknir. Hér á landi eru hraðpróf notuð af heilsugæslunni til að sýna fram á neikvæða niðurstöðu á landamærum Annars staðar í heiminum eru hraðpróf notuð á fjölmennum vinnustöðum og í skólum, svo dæmi séu tekin, og í Frakklandi hafa verið settir upp sérstakir hraðprófsbásar fyrir fólk á leið á næturlífið. Sömuleiðis er þar gerð krafa um að fólk framvísi neikvæðu prófi áður en það sækir vinsæla ferðamannastaði. Sama var upp á teningnum fyrir fjölmenna tónlistarhátíð í Bretlandi í nýliðinni viku og í Austurríki, Belgíu og Danmörku eru prófin notuð í miklum mæli, svo dæmi séu tekin. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að unnið sé að því að taka prófin í meiri notkun. „Það er í farvatninu og við erum að tala um að við séum tilbúin að taka við hraðprófum hjá fólki sem er að koma til landsins en ekki bara PCR-prófum þannig að útbreiðslan verður meiri og þetta er eitthvað sem mér finnst að við þurfum að skoða á stórum vinnustöðum og svo framvegis, hvort það sé rétt að taka með reglubundnum hætti hraðpróf,” segir hún. Aðspurð segir hún þó ekki standa til bjóða upp á svokölluð heimapróf sem fólk geti sjálft keypt í apótekum, en það er hægt víða í Evrópu. „En þetta mun örugglega verða partur af þessari nýju mynd í bólusetningum á Íslandi,“ segir Svandís Alma tekur undir. „Landspítalinn er að ríða á vaðið og notar hraðpróf við skimun innanhúss þannig að við munum sjá hvernig það kemur út. En við höfum alltaf viljað nota PCR-prófin því þau eru best en kannski til lengri tíma munu hraðprófin koma meira inn.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Sjá meira
„Það er verið að skoða notkun hraðprófa í meiri mæli og verður settur sérstakur hópur í það. Það getur vel verið að til lengri tíma verði einmitt meira notað af þeim fyrir fjölmenna viðburði og þess háttar,” segir Alma Möller landlæknir. Hér á landi eru hraðpróf notuð af heilsugæslunni til að sýna fram á neikvæða niðurstöðu á landamærum Annars staðar í heiminum eru hraðpróf notuð á fjölmennum vinnustöðum og í skólum, svo dæmi séu tekin, og í Frakklandi hafa verið settir upp sérstakir hraðprófsbásar fyrir fólk á leið á næturlífið. Sömuleiðis er þar gerð krafa um að fólk framvísi neikvæðu prófi áður en það sækir vinsæla ferðamannastaði. Sama var upp á teningnum fyrir fjölmenna tónlistarhátíð í Bretlandi í nýliðinni viku og í Austurríki, Belgíu og Danmörku eru prófin notuð í miklum mæli, svo dæmi séu tekin. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að unnið sé að því að taka prófin í meiri notkun. „Það er í farvatninu og við erum að tala um að við séum tilbúin að taka við hraðprófum hjá fólki sem er að koma til landsins en ekki bara PCR-prófum þannig að útbreiðslan verður meiri og þetta er eitthvað sem mér finnst að við þurfum að skoða á stórum vinnustöðum og svo framvegis, hvort það sé rétt að taka með reglubundnum hætti hraðpróf,” segir hún. Aðspurð segir hún þó ekki standa til bjóða upp á svokölluð heimapróf sem fólk geti sjálft keypt í apótekum, en það er hægt víða í Evrópu. „En þetta mun örugglega verða partur af þessari nýju mynd í bólusetningum á Íslandi,“ segir Svandís Alma tekur undir. „Landspítalinn er að ríða á vaðið og notar hraðpróf við skimun innanhúss þannig að við munum sjá hvernig það kemur út. En við höfum alltaf viljað nota PCR-prófin því þau eru best en kannski til lengri tíma munu hraðprófin koma meira inn.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Sjá meira