Skoraði á 22 mínútna fresti í riðlakeppninni og setti Ólympíumet Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júlí 2021 14:29 Vivianne Miedema er komin með átta mörk á Ólympíuleikunum sem er met. getty/Francois Nel Hollenska markamaskínan Vivianne Miedema setti met þegar riðlakeppninni í fótbolta kvenna á Ólympíuleikunum í Tókýó lauk í dag. Miedema skoraði tvö mörk þegar Holland rústaði Kína, 8-2. Hún byrjaði á varamannabekknum en kom inn á sem varamaður á 62. mínútu. Þremur mínútum síðar var Miedema búin að skora. Hún bætti öðru marki við á 76. mínútu. Miedema skoraði átta mörk í þremur leikjum í riðlakeppninni og þegar búin að bæta metið yfir flest mörk á einum Ólympíuleikum. Christine Sinclair skoraði sex mörk fyrir Kanada á Ólympíuleikunum í London 2012 en Miedema og Barbra Banda frá Sambíu jöfnuðu það í síðustu umferð riðlakeppninnar. Miedema gerði mörkin átta á aðeins 177 mínútum og skoraði því á 22 mínútna fresti. 8 - Vivianne Miedema has scored 8 goals in just 177 minutes of football at the Tokyo @Olympics, scoring every 22 minutes on average - this is already the most goals by a female player at a single Games. Superior. pic.twitter.com/3LhQUjAyXo— OptaJoe (@OptaJoe) July 27, 2021 Holland fékk sjö stig í F-riðli og endaði í efsta sæti hans. Evrópumeistararnir skoruðu 21 mark í leikjunum þremur í riðlinum. Þeir mæta Bandaríkjunum í átta liða úrslitum. Þessi lið mættust í úrslitum HM fyrir tveimur árum þar sem bandaríska liðið vann 2-0 sigur. Bandaríkin gerðu markalaust við jafntefli við Ástralíu í G-riðli og enduðu í 2. sæti hans. Í hinum leiknum í G-riðli vann Svíþjóð 2-0 sigur á Nýja-Sjálandi. Anna Anvegård og Madelen Janogy skoruðu mörk sænska liðsins sem vann alla leiki sína í riðlakeppninni. Svíþjóð mætir Japan í átta liða úrslitunum. Í E-riðli gerðu Bretland og Kanada 1-1 jafntefli. Adriana Leon, samherji Dagnýjar Brynjarsdóttur hjá West Ham, kom Kanada yfir á 55. mínútu en Caroline Weir jafnaði fyrir Bretland fimm mínútum fyrir leikslok. Bretland vann E-riðil og mætir Ástralíu í átta liða úrslitunum. Í hinum leik E-riðils vann Japan 1-0 sigur á Síle og tryggði sér þar með sæti í útsláttarkeppninni. Brasilía, sem vann 1-0 sigur á Sambíu í dag, mætir Kanada í átta liða úrslitunum. Allir fjórir leikirnir í þeim fara fram á föstudaginn. Group stage complete Knockout stage #BarclaysFAWSL x #Tokyo2020 pic.twitter.com/FcwoNUqOj4— Barclays FA Women's Super League (@BarclaysFAWSL) July 27, 2021 Átta liða úrslitin á Ólympíuleikunum Kanada - Brasilía, Rifu Bretland - Ástralía, Kashima Svíþjóð - Japan, Saitama Holland - Bandaríkin, Yokohama Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Holland Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Sjá meira
Miedema skoraði tvö mörk þegar Holland rústaði Kína, 8-2. Hún byrjaði á varamannabekknum en kom inn á sem varamaður á 62. mínútu. Þremur mínútum síðar var Miedema búin að skora. Hún bætti öðru marki við á 76. mínútu. Miedema skoraði átta mörk í þremur leikjum í riðlakeppninni og þegar búin að bæta metið yfir flest mörk á einum Ólympíuleikum. Christine Sinclair skoraði sex mörk fyrir Kanada á Ólympíuleikunum í London 2012 en Miedema og Barbra Banda frá Sambíu jöfnuðu það í síðustu umferð riðlakeppninnar. Miedema gerði mörkin átta á aðeins 177 mínútum og skoraði því á 22 mínútna fresti. 8 - Vivianne Miedema has scored 8 goals in just 177 minutes of football at the Tokyo @Olympics, scoring every 22 minutes on average - this is already the most goals by a female player at a single Games. Superior. pic.twitter.com/3LhQUjAyXo— OptaJoe (@OptaJoe) July 27, 2021 Holland fékk sjö stig í F-riðli og endaði í efsta sæti hans. Evrópumeistararnir skoruðu 21 mark í leikjunum þremur í riðlinum. Þeir mæta Bandaríkjunum í átta liða úrslitum. Þessi lið mættust í úrslitum HM fyrir tveimur árum þar sem bandaríska liðið vann 2-0 sigur. Bandaríkin gerðu markalaust við jafntefli við Ástralíu í G-riðli og enduðu í 2. sæti hans. Í hinum leiknum í G-riðli vann Svíþjóð 2-0 sigur á Nýja-Sjálandi. Anna Anvegård og Madelen Janogy skoruðu mörk sænska liðsins sem vann alla leiki sína í riðlakeppninni. Svíþjóð mætir Japan í átta liða úrslitunum. Í E-riðli gerðu Bretland og Kanada 1-1 jafntefli. Adriana Leon, samherji Dagnýjar Brynjarsdóttur hjá West Ham, kom Kanada yfir á 55. mínútu en Caroline Weir jafnaði fyrir Bretland fimm mínútum fyrir leikslok. Bretland vann E-riðil og mætir Ástralíu í átta liða úrslitunum. Í hinum leik E-riðils vann Japan 1-0 sigur á Síle og tryggði sér þar með sæti í útsláttarkeppninni. Brasilía, sem vann 1-0 sigur á Sambíu í dag, mætir Kanada í átta liða úrslitunum. Allir fjórir leikirnir í þeim fara fram á föstudaginn. Group stage complete Knockout stage #BarclaysFAWSL x #Tokyo2020 pic.twitter.com/FcwoNUqOj4— Barclays FA Women's Super League (@BarclaysFAWSL) July 27, 2021 Átta liða úrslitin á Ólympíuleikunum Kanada - Brasilía, Rifu Bretland - Ástralía, Kashima Svíþjóð - Japan, Saitama Holland - Bandaríkin, Yokohama
Kanada - Brasilía, Rifu Bretland - Ástralía, Kashima Svíþjóð - Japan, Saitama Holland - Bandaríkin, Yokohama
Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Holland Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann