Nokkrir MH- og MR-ingar vilja hætta við útskriftarferðir sínar en fá ekki endurgreitt Jakob Bjarnar skrifar 27. júlí 2021 11:50 Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna. Einhverjir þeirra sem ætluðu í útskriftarferð til Krítar hafa hætt við vegna nýrrar stöðu sem komin er upp með aukinni útbreiðslu kórónuveirunnar. En Heimsferðir eru ekkert á því að endurgreiða ferðina. Menntskælingar hafa leitað til Neytendasamtakanna með sín mál en ferðaskrifstofan sem um ræðir vill ekki endurgreiða og ber því við að farið verði. Útskriftarnemar úr tveimur stórum framhaldsskólum á Reykjavíkursvæðinu hafa sett sig í samband við Neytendasamtökin og vilja hætta við útskriftarferðir sínar vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna uppgangs Covid, en ferðaskrifstofur vilja ekki endurgreiða ferðirnar. Þetta segir Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna í samtali við Vísi. Samkvæmt heimildum Vísis er um að ræða Menntaskólann í Reykjavík og Menntaskólann í Hamrahlíð. Hér er nánast um að ræða endurtekið efni frá í fyrra þegar sambærileg mál komu upp. Ferðaskrifstofan sem á í hlut er Heimsferðir. Breki segist aðspurður ekki vita hversu háar upphæðir er um að tefla né heldur hversu margir nemendurnir eru sem ætluðu í útskriftarferðirnar en vilja nú hætta við vegna ástandsins. En ferð til Krítar með öllu fyrir útskriftarnema kostar 200 þúsund krónur. Til stóð að fara í júlí og þurftu nemendur þremur eða fjórum vikum fyrir brottför að fullgreiða ferðina en ferðinni var svo frestað þar til í byrjun næsta mánaðar. „Við teljum farþega í fullum rétti að afpanta ferðirnar og fá fulla endurgreiðslu í ljósi hertra aðgerða og ástandsins a áfangastað. Eins og farið er yfir í leiðbeiningum okkar. Heimsferðir upplýsa pakkaferðalanga ekki um lög og réttindi sín, sem okkur þykir ámælisvert. Við höfum sett fram leiðbeiningar á vefinn okkar og erum reiðubúin að aðstoða við að ná þeim fram sé þess óskað eða þess reynist þörf,“ segir Breki. Meta þarf hvert tilfelli fyrir sig Á vef Neytendasamtakanna er farið ítarlega yfir réttindi og skyldur í þessu sambandi og vísað til laga þar um. Á síðunni segir meðal annars að ferðalangur geti á grundvelli ákvæðisins að jafnaði afpantað pakkaferð áður en hún hefst, gegn greiðslu sanngjarnar þóknunar, oft staðfestingargjaldi. „Ferðaskrifstofan á aftur á móti ekki rétt á umræddri þóknun ef afpöntun byggist á óvenjulegum aðstæðum sem hafa veruleg áhrif á framkvæmd pakkaferðar. Auk þess er kveðið á um að endurgreiðsla skuli berast innan 14. daga frá afpöntun.“ Meta þarf hvert mál fyrir sig hvort að ferðamenn geti afpantað pakkaferðir gegn fullri endurgreiðslu, segir jafnframt, þá getur skipt máli með hversu löngum fyrirvara ferðamaður tilkynnir um afbókun, hverjar aðstæður eru í komulandi ásamt því hver staðan er við heimkomu hér á landi, þá að teknu tilliti til sóttkvíar og annars. Ferðahugur í þeim sem ætla að fara Una Margrét Lyngdal Reynisdóttir fráfarandi Inspector Scholae í MR er að fara. „Ég fer. Enginn á heimilinu hefur hreyft mótmælum þannig að ég ætla að skella mér.“ Una er fráfarandi Inspector Scholae og hún ætlar að skella sér til Krítar þrátt fyrir stöðuna sem upp er komin. Hún vonar að Heimsferðir taki tillit til aðstæðna þeirra sem ekki treysta sér.Skólafélag MR Ferðin er ráðgerð 3. ágúst og ferðahugur í Unu, sérstaklega eftir svo langa bið og ástandið sem reynt hefur sérstaklega á þennan aldurshóp. Hún segir að árgangurinn telji 190 manns, einhverjir hafi hætt við þegar ferðinni var frestað og stóð þá eftir hundrað manna hópur. Una veit ekki nákvæmlega hversu margir þeir eru sem ekki treysta sér í ferðina nú. Og hún vonar að Heimsferðir líti til sérstakra aðstæðna í þeim tilfellum. Þegar hópurinn ætlaði út í júlí leit allt vel út, allir bólusettir og hugur í fólki. En síðan hefur þykknað upp og yfir og Una segir það vel skiljanlegt að margir treysti sér ekki í ljósi hinnar nýju stöðu, nú þegar faraldurinn blossar upp á ný í því sem kallað hefur verið 4. bylgja hér. En hún segir jafnframt að margir líti svo á að jafn miklar líkur séu á því að smitast hér heima og þar ytra. Þau ætli að vera með passa sig vel og vera með PCR-próf til marks um að enginn mæti til Krítar sýktur. Nánar verður rætt við Breka Karlsson í hádegisfréttum Bylgjunnar. Neytendur Ferðalög Grikkland Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Útskriftarnemar úr tveimur stórum framhaldsskólum á Reykjavíkursvæðinu hafa sett sig í samband við Neytendasamtökin og vilja hætta við útskriftarferðir sínar vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna uppgangs Covid, en ferðaskrifstofur vilja ekki endurgreiða ferðirnar. Þetta segir Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna í samtali við Vísi. Samkvæmt heimildum Vísis er um að ræða Menntaskólann í Reykjavík og Menntaskólann í Hamrahlíð. Hér er nánast um að ræða endurtekið efni frá í fyrra þegar sambærileg mál komu upp. Ferðaskrifstofan sem á í hlut er Heimsferðir. Breki segist aðspurður ekki vita hversu háar upphæðir er um að tefla né heldur hversu margir nemendurnir eru sem ætluðu í útskriftarferðirnar en vilja nú hætta við vegna ástandsins. En ferð til Krítar með öllu fyrir útskriftarnema kostar 200 þúsund krónur. Til stóð að fara í júlí og þurftu nemendur þremur eða fjórum vikum fyrir brottför að fullgreiða ferðina en ferðinni var svo frestað þar til í byrjun næsta mánaðar. „Við teljum farþega í fullum rétti að afpanta ferðirnar og fá fulla endurgreiðslu í ljósi hertra aðgerða og ástandsins a áfangastað. Eins og farið er yfir í leiðbeiningum okkar. Heimsferðir upplýsa pakkaferðalanga ekki um lög og réttindi sín, sem okkur þykir ámælisvert. Við höfum sett fram leiðbeiningar á vefinn okkar og erum reiðubúin að aðstoða við að ná þeim fram sé þess óskað eða þess reynist þörf,“ segir Breki. Meta þarf hvert tilfelli fyrir sig Á vef Neytendasamtakanna er farið ítarlega yfir réttindi og skyldur í þessu sambandi og vísað til laga þar um. Á síðunni segir meðal annars að ferðalangur geti á grundvelli ákvæðisins að jafnaði afpantað pakkaferð áður en hún hefst, gegn greiðslu sanngjarnar þóknunar, oft staðfestingargjaldi. „Ferðaskrifstofan á aftur á móti ekki rétt á umræddri þóknun ef afpöntun byggist á óvenjulegum aðstæðum sem hafa veruleg áhrif á framkvæmd pakkaferðar. Auk þess er kveðið á um að endurgreiðsla skuli berast innan 14. daga frá afpöntun.“ Meta þarf hvert mál fyrir sig hvort að ferðamenn geti afpantað pakkaferðir gegn fullri endurgreiðslu, segir jafnframt, þá getur skipt máli með hversu löngum fyrirvara ferðamaður tilkynnir um afbókun, hverjar aðstæður eru í komulandi ásamt því hver staðan er við heimkomu hér á landi, þá að teknu tilliti til sóttkvíar og annars. Ferðahugur í þeim sem ætla að fara Una Margrét Lyngdal Reynisdóttir fráfarandi Inspector Scholae í MR er að fara. „Ég fer. Enginn á heimilinu hefur hreyft mótmælum þannig að ég ætla að skella mér.“ Una er fráfarandi Inspector Scholae og hún ætlar að skella sér til Krítar þrátt fyrir stöðuna sem upp er komin. Hún vonar að Heimsferðir taki tillit til aðstæðna þeirra sem ekki treysta sér.Skólafélag MR Ferðin er ráðgerð 3. ágúst og ferðahugur í Unu, sérstaklega eftir svo langa bið og ástandið sem reynt hefur sérstaklega á þennan aldurshóp. Hún segir að árgangurinn telji 190 manns, einhverjir hafi hætt við þegar ferðinni var frestað og stóð þá eftir hundrað manna hópur. Una veit ekki nákvæmlega hversu margir þeir eru sem ekki treysta sér í ferðina nú. Og hún vonar að Heimsferðir líti til sérstakra aðstæðna í þeim tilfellum. Þegar hópurinn ætlaði út í júlí leit allt vel út, allir bólusettir og hugur í fólki. En síðan hefur þykknað upp og yfir og Una segir það vel skiljanlegt að margir treysti sér ekki í ljósi hinnar nýju stöðu, nú þegar faraldurinn blossar upp á ný í því sem kallað hefur verið 4. bylgja hér. En hún segir jafnframt að margir líti svo á að jafn miklar líkur séu á því að smitast hér heima og þar ytra. Þau ætli að vera með passa sig vel og vera með PCR-próf til marks um að enginn mæti til Krítar sýktur. Nánar verður rætt við Breka Karlsson í hádegisfréttum Bylgjunnar.
Neytendur Ferðalög Grikkland Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira