Innlent

Ætla að halda Þjóðhátíð síðar í sumar

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá Herjólfsdal í Vestmannaeyjum.
Frá Herjólfsdal í Vestmannaeyjum. Vísir/Vilhelm

Þjóðhátíðarnefnd ÍBV stefnir að því að halda Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum síðar í sumar. Hátíðina átti að halda um næstu helgi, Verslunarmannahelgi, en sóttvarnaraðgerðir hafa komið niður á því.

Í yfirlýsingu frá Þjóðhátíðarnefnd segir að öll vinna varðandi hátíðina hafi verið á lokametrunum og sé það trú nefndarinnar að hægt verði að halda hátíðina í einhverri mynd síðar í sumar.

Ákvörðun um það muni liggja fyrir ekki síðar en 14. ágúst.

„Allar götur síðan stjórnvöld gáfu út áætlanir um afléttingar allra innanlandstakmarkana hefur ÍBV-íþróttafélag unnið að því hörðum höndum að halda Þjóðhátíð og er sú vinna á lokametrunum enda Þjóðhátíð fyrirhuguð um næstu helgi,“ segir í yfirlýsingunni.

Ennfremur segir að Þjóðhátíð sé gríðarlega mikilvæg fjáröflun fyrir barna- og unglingastarf ÍBV. 

Í yfirlýsingunni segir einnig að unnið sé að endurgreiðslukerfi og það verði kynnt þegar endurgreiðslur hefjist í upphafi næsta mánaðar. Fólk sem hefur þegar keypt sér miða á Þjóðhátíð á þrjá kosti. Sá fyrsti er að fá miðann endurgreiddan, að styrkja ÍBV um andvirði miðans eða að flytja miðann yfir á Þjóðhátíð 2022.

Endurgreiðslur á miðum í Herjólf sem voru keyptir í gegnum dalurinn.is munu fylgja endurgreiðslum á miðanum. Í yfirlýsingunni segir að þeir sem hafi keypt miða í gegnum vefinn og vilji áfram ferðast til Vestmannaeyja, geti einnig haft samband við skrifstofu Herjólfs og gert nýja bókun.


Tengdar fréttir

Einni með öllu á Akureyri aflýst

Fjölskylduhátíðinni Einni með öllu sem halda átti á Akureyri um verslunarmannahelgina hefur verið aflýst eftir að tilkynnt var um að sett yrði á tvö hundruð manna samkomubann.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×