Ætla að halda Þjóðhátíð síðar í sumar Samúel Karl Ólason skrifar 26. júlí 2021 20:30 Frá Herjólfsdal í Vestmannaeyjum. Vísir/Vilhelm Þjóðhátíðarnefnd ÍBV stefnir að því að halda Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum síðar í sumar. Hátíðina átti að halda um næstu helgi, Verslunarmannahelgi, en sóttvarnaraðgerðir hafa komið niður á því. Í yfirlýsingu frá Þjóðhátíðarnefnd segir að öll vinna varðandi hátíðina hafi verið á lokametrunum og sé það trú nefndarinnar að hægt verði að halda hátíðina í einhverri mynd síðar í sumar. Ákvörðun um það muni liggja fyrir ekki síðar en 14. ágúst. „Allar götur síðan stjórnvöld gáfu út áætlanir um afléttingar allra innanlandstakmarkana hefur ÍBV-íþróttafélag unnið að því hörðum höndum að halda Þjóðhátíð og er sú vinna á lokametrunum enda Þjóðhátíð fyrirhuguð um næstu helgi,“ segir í yfirlýsingunni. Ennfremur segir að Þjóðhátíð sé gríðarlega mikilvæg fjáröflun fyrir barna- og unglingastarf ÍBV. Í yfirlýsingunni segir einnig að unnið sé að endurgreiðslukerfi og það verði kynnt þegar endurgreiðslur hefjist í upphafi næsta mánaðar. Fólk sem hefur þegar keypt sér miða á Þjóðhátíð á þrjá kosti. Sá fyrsti er að fá miðann endurgreiddan, að styrkja ÍBV um andvirði miðans eða að flytja miðann yfir á Þjóðhátíð 2022. Endurgreiðslur á miðum í Herjólf sem voru keyptir í gegnum dalurinn.is munu fylgja endurgreiðslum á miðanum. Í yfirlýsingunni segir að þeir sem hafi keypt miða í gegnum vefinn og vilji áfram ferðast til Vestmannaeyja, geti einnig haft samband við skrifstofu Herjólfs og gert nýja bókun. Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Skipuleggjendur bregðast við hertum aðgerðum með ólíkum hætti Skipuleggjendur hátíða og annarrar dagskrár sem átti að vera nú um helgina eða á næstunni hafa brugðist við hertum samkomutakmörkunum á mismunandi hátt. 23. júlí 2021 21:59 Einni með öllu á Akureyri aflýst Fjölskylduhátíðinni Einni með öllu sem halda átti á Akureyri um verslunarmannahelgina hefur verið aflýst eftir að tilkynnt var um að sett yrði á tvö hundruð manna samkomubann. 23. júlí 2021 20:15 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Í yfirlýsingu frá Þjóðhátíðarnefnd segir að öll vinna varðandi hátíðina hafi verið á lokametrunum og sé það trú nefndarinnar að hægt verði að halda hátíðina í einhverri mynd síðar í sumar. Ákvörðun um það muni liggja fyrir ekki síðar en 14. ágúst. „Allar götur síðan stjórnvöld gáfu út áætlanir um afléttingar allra innanlandstakmarkana hefur ÍBV-íþróttafélag unnið að því hörðum höndum að halda Þjóðhátíð og er sú vinna á lokametrunum enda Þjóðhátíð fyrirhuguð um næstu helgi,“ segir í yfirlýsingunni. Ennfremur segir að Þjóðhátíð sé gríðarlega mikilvæg fjáröflun fyrir barna- og unglingastarf ÍBV. Í yfirlýsingunni segir einnig að unnið sé að endurgreiðslukerfi og það verði kynnt þegar endurgreiðslur hefjist í upphafi næsta mánaðar. Fólk sem hefur þegar keypt sér miða á Þjóðhátíð á þrjá kosti. Sá fyrsti er að fá miðann endurgreiddan, að styrkja ÍBV um andvirði miðans eða að flytja miðann yfir á Þjóðhátíð 2022. Endurgreiðslur á miðum í Herjólf sem voru keyptir í gegnum dalurinn.is munu fylgja endurgreiðslum á miðanum. Í yfirlýsingunni segir að þeir sem hafi keypt miða í gegnum vefinn og vilji áfram ferðast til Vestmannaeyja, geti einnig haft samband við skrifstofu Herjólfs og gert nýja bókun.
Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Skipuleggjendur bregðast við hertum aðgerðum með ólíkum hætti Skipuleggjendur hátíða og annarrar dagskrár sem átti að vera nú um helgina eða á næstunni hafa brugðist við hertum samkomutakmörkunum á mismunandi hátt. 23. júlí 2021 21:59 Einni með öllu á Akureyri aflýst Fjölskylduhátíðinni Einni með öllu sem halda átti á Akureyri um verslunarmannahelgina hefur verið aflýst eftir að tilkynnt var um að sett yrði á tvö hundruð manna samkomubann. 23. júlí 2021 20:15 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Skipuleggjendur bregðast við hertum aðgerðum með ólíkum hætti Skipuleggjendur hátíða og annarrar dagskrár sem átti að vera nú um helgina eða á næstunni hafa brugðist við hertum samkomutakmörkunum á mismunandi hátt. 23. júlí 2021 21:59
Einni með öllu á Akureyri aflýst Fjölskylduhátíðinni Einni með öllu sem halda átti á Akureyri um verslunarmannahelgina hefur verið aflýst eftir að tilkynnt var um að sett yrði á tvö hundruð manna samkomubann. 23. júlí 2021 20:15