Veit ekki hve lengi þau halda út án fleiri starfsmanna Snorri Másson skrifar 26. júlí 2021 09:11 Sýnataka við Keflavíkurflugvöll. Þar og í Reykjavík er erfitt að manna sýnatöku vegna Covid-19. Vísir/arnar Stanslaust fjölgar í sýnatöku vegna Covid-19 hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnastjóri skimana sagðist í gær ekki vita hversu lengi hægt er að halda ástandið út ef ekki fengist fleira fólk til starfa. Rúm 4.500 sýni voru tekin á föstudaginn, sem gerir hann að einum allra stærsta sýnatökudegi Íslandssögunnar ef frá er talinn einn dagur síðasta haust. Daglega eru nú tekin um 3-4.000 sýni, aðallega meðal Íslendinga. Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir, verkefnastjóri hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að álagið væri gríðarlegt. „Það náttúrulega myndast langar raðir en þetta hægt og rólega fer inn. Við erum að reyna að bæta við starfsmönnum og það gengur, en það gengur hægt. Ég veit ekki hversu lengi við getum haldið út, ef við fáum ekki fleira starfsfólk, en við erum bara að vinna í því núna.“ Bakvarðasveitir heilbrigðisþjónustunnar hafa verið kallaðar út. Ferðamannasýnum er heldur að fækka en á móti verða einkennasýnin fleiri. Ferðamennirnir hafa þó skapað töluvert aukið álag hjá heilsugæslunni samanborið við aðrar bylgjur. „Þetta er svo mikill fjöldi að ef þetta heldur áfram svona næstu vikurnar verður mikil þreyta. En ég á von á að þetta verði svona kúfur sem kemur og svo fer þetta niður aftur.“ Ingibjörg hvetur þá sem finna fyrir einkennum að bóka tíma og fara í sýnatöku. Greinist einhver í nærumhverfi fólks skal það bíða boðanna frá smitrakningarteyminu um næstu skref, en halda sig til hlés á meðan er. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir 88 greindust smitaðir innanlands 88 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þar af greindust sex smit í handahófssýnatökum en 82 í einkennasýnatökum. 14 af þeim sem greindust voru óbólusettir. 25. júlí 2021 10:44 Gjörbreytt landslag hjá smitrakningarteyminu Yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna segir teymið nú vinna í allt öðru landslagi en áður; hátt bólusetningarhlutfall hafi sitt að segja. Það sé þó mikið að gera, ljóst að veiran hafi dreift sér víða og ekki búið að ná utan um faraldurinn. Í þessari bylgju hafi einn smitaður mest sent upp undir fimmtíu í sóttkví. 23. júlí 2021 15:23 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Rúm 4.500 sýni voru tekin á föstudaginn, sem gerir hann að einum allra stærsta sýnatökudegi Íslandssögunnar ef frá er talinn einn dagur síðasta haust. Daglega eru nú tekin um 3-4.000 sýni, aðallega meðal Íslendinga. Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir, verkefnastjóri hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að álagið væri gríðarlegt. „Það náttúrulega myndast langar raðir en þetta hægt og rólega fer inn. Við erum að reyna að bæta við starfsmönnum og það gengur, en það gengur hægt. Ég veit ekki hversu lengi við getum haldið út, ef við fáum ekki fleira starfsfólk, en við erum bara að vinna í því núna.“ Bakvarðasveitir heilbrigðisþjónustunnar hafa verið kallaðar út. Ferðamannasýnum er heldur að fækka en á móti verða einkennasýnin fleiri. Ferðamennirnir hafa þó skapað töluvert aukið álag hjá heilsugæslunni samanborið við aðrar bylgjur. „Þetta er svo mikill fjöldi að ef þetta heldur áfram svona næstu vikurnar verður mikil þreyta. En ég á von á að þetta verði svona kúfur sem kemur og svo fer þetta niður aftur.“ Ingibjörg hvetur þá sem finna fyrir einkennum að bóka tíma og fara í sýnatöku. Greinist einhver í nærumhverfi fólks skal það bíða boðanna frá smitrakningarteyminu um næstu skref, en halda sig til hlés á meðan er.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir 88 greindust smitaðir innanlands 88 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þar af greindust sex smit í handahófssýnatökum en 82 í einkennasýnatökum. 14 af þeim sem greindust voru óbólusettir. 25. júlí 2021 10:44 Gjörbreytt landslag hjá smitrakningarteyminu Yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna segir teymið nú vinna í allt öðru landslagi en áður; hátt bólusetningarhlutfall hafi sitt að segja. Það sé þó mikið að gera, ljóst að veiran hafi dreift sér víða og ekki búið að ná utan um faraldurinn. Í þessari bylgju hafi einn smitaður mest sent upp undir fimmtíu í sóttkví. 23. júlí 2021 15:23 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
88 greindust smitaðir innanlands 88 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þar af greindust sex smit í handahófssýnatökum en 82 í einkennasýnatökum. 14 af þeim sem greindust voru óbólusettir. 25. júlí 2021 10:44
Gjörbreytt landslag hjá smitrakningarteyminu Yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna segir teymið nú vinna í allt öðru landslagi en áður; hátt bólusetningarhlutfall hafi sitt að segja. Það sé þó mikið að gera, ljóst að veiran hafi dreift sér víða og ekki búið að ná utan um faraldurinn. Í þessari bylgju hafi einn smitaður mest sent upp undir fimmtíu í sóttkví. 23. júlí 2021 15:23