54 voru utan sóttkvíar af þeim sem greindust með veiruna í gær.
Tíðindum sætir að hlutfall smitaðra af teknum einkennasýnum er á töluverðri uppleið. Færri sýni voru tekin í gær en daginn áður, en hlutfallslega eru að greinast talsvert fleiri. 95 smit greindust af 4.552 sýnum í fyrradag, 3,03%, en 88 smit í 3.319 sýnum í gær, 4,58%.
Hertar samkomutakmarkanir tóku gildi í dag. Samkomur verða takmarkaðar við 200 manns og eins metra regla tekur gildi. Opnunartími skemmtistaða og veitingastaða færist til klukkan 23 á kvöldin og síðasti maður þarf að fara út á miðnætti.
Þá mun líkamsræktarstöðum og sundlaugum heimilt að taka á móti 75 prósent af leyfilegum fjölda í venjulegi árferði. Grímuskylda er þá við lýði í aðstæðum þar sem eins metra reglan verður ekki virt.