Lygilegur sigur Frakka hélt þeim á lífi Valur Páll Eiríksson skrifar 25. júlí 2021 11:00 Gignac bar Frakka á herðum sér í dag. Zhizhao Wu/Getty Images Frakkar hafa verið allt annað en sannfærandi í fótboltakeppni karla á Ólympíuleikunum það sem af er. Eftir 4-1 tap fyrir Mexíkó í fyrsta leik var útlit fyrir að liðið félli úr keppni í morgun en hádramatísk endurkoma hélt þeim á lífi. Fjórum leikjum er lokið í karlaboltanum í Japan í morgun, einn í hverjum riðlanna fjögurra. Frakkar eru í A-riðli og mættu þar liði Suður-Afríku í mikilvægum leik. Bæði lið höfðu tapað fyrsta leik sínum; Frakkar 4-1 fyrir Mexíkó og Suður-Afríka 1-0 fyrir heimamönnum í Japan. Markalaust var í hálfleik en Luther Singh hafði klúðrað vítaspyrnu fyrir þá suður-afrísku skömmu fyrir hléið. Aðeins átta mínútu voru liðnar af síðari hálfleiknum þegar Kobamelo Kodisang kom Suður-Afríku hins vegar yfir. Hinn 35 ára gamli André-Pierre Gignac, sem leikið hefur með Tigres í Mexíkó undanfarin sex ár, jafnaði þó fyrir Frakka fjórum mínútum síðar. Andre-Pierre Gignac is now the top men's scorer at the Olympics Mexico South Africa pic.twitter.com/mCqRKxD8QJ— Goal (@goal) July 25, 2021 Evidence Makgopa kom Suður-Afríku í forystu á nú á 72. mínútu en aftur var það Gignac sem jafnaði, nú sex mínútum eftir mark Makgopa. Aðeins þremur mínútum eftir það skoraði Teboho Mokoena er hann kom Suður-Afríku í forystu í þriðja sinn, staðan 3-2. Gignac var hins vegar ekki hættur þar sem hann innsiglaði þrennu sína í leiknum af vítapunktinum á 86. mínútu leiksins er hann jafnaði í þriðja sinn. Þá lagði hann upp mark fyrir Teji Savernier, leikmann Montpellier, í uppbótartíma sem tryggði Frökkum ótrúlegan 4-3 sigur. Frakkar eru þá með þrjú stig í riðlinum, líkt og Japan og Mexíkó sem eigast við klukkan 11:00. Svipað hjá Hondúras Hondúras var í sömu stöðu og franska liðið eftir tap í sínum fyrsta leik en Nýja-Sjáland var andstæðingur þeirra í dag. 1-1 stóð í hléi áður en Chris Wood, samherji Jóhanns Berg Guðmundssonar hjá Burnley, kom þeim nýsjálensku yfir snemma í síðari hálfleik. 2-1 stóð fram á 78. mínútu þegar Juan Obregon jafnaði fyrir Hondúras og þá skoraði Rigobert Rivas sigur mark þeirra á 87. mínútu. Hondúras vann leikinn 3-2 og er með þrjú stig í riðlinum líkt og Nýja-Sjáland og Rúmenía. Þeir rúmensku mæta Suður-Kóreu klukkan 11:00 en þeir síðarnefndu eru án stiga eftir fyrstu umferðina. Argentína komið á blað en Fílabeinsstrendingar héldu tíu Brössum í skefjum Medina var hetja Argentínumanna.Masashi Hara/Getty Images Argentína tapaði óvænt 2-0 fyrir Ástralíu í fyrsta leik í C-riðli keppninnar en mark Facundo Medina á 52. mínútu tryggði þeim 1-0 sigur á Egyptum í dag. Argentína er með þrjú stig líkt og Ástralía í riðlinum en Egyptar og Spánverjar eru með eitt stig hvort. Þeir spænsku mæta Áströlum í leik sem hófst 10:30. Þá varð markalaust jafntefli á milli toppliðanna í D-riðli; Brasilíu og Fílabeinsstrandarinnar. Brasilía hafði unnið 4-2 sigur á Þýskalandi í fyrsta leik en Fílabeinsströndin 2-1 sigur á Sádum. Douglas Luiz, leikmaður Aston Villa á Englandi, fékk rautt spjald í liði Brassa eftir aðeins 13 mínútna leik. Fílabeinsströndin, sem skartar meðal annars Frank Kessié úr AC Milan og Eric Bailly úr Manchester United, tókst ekki að setja mark gegn tíu Brössum en þeir luku einnig leik með tíu menn eftir ða Eboue Kouassi fékk að líta sitt annað gula spjald tíu mínútum fyrir leikslok. Ekkert var skorað í leiknum og eru bæði lið með fjögur stig eftir tvo leiki. Þjóðverjar og Sádar eigast við klukkan 11:30. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Sjá meira
Fjórum leikjum er lokið í karlaboltanum í Japan í morgun, einn í hverjum riðlanna fjögurra. Frakkar eru í A-riðli og mættu þar liði Suður-Afríku í mikilvægum leik. Bæði lið höfðu tapað fyrsta leik sínum; Frakkar 4-1 fyrir Mexíkó og Suður-Afríka 1-0 fyrir heimamönnum í Japan. Markalaust var í hálfleik en Luther Singh hafði klúðrað vítaspyrnu fyrir þá suður-afrísku skömmu fyrir hléið. Aðeins átta mínútu voru liðnar af síðari hálfleiknum þegar Kobamelo Kodisang kom Suður-Afríku hins vegar yfir. Hinn 35 ára gamli André-Pierre Gignac, sem leikið hefur með Tigres í Mexíkó undanfarin sex ár, jafnaði þó fyrir Frakka fjórum mínútum síðar. Andre-Pierre Gignac is now the top men's scorer at the Olympics Mexico South Africa pic.twitter.com/mCqRKxD8QJ— Goal (@goal) July 25, 2021 Evidence Makgopa kom Suður-Afríku í forystu á nú á 72. mínútu en aftur var það Gignac sem jafnaði, nú sex mínútum eftir mark Makgopa. Aðeins þremur mínútum eftir það skoraði Teboho Mokoena er hann kom Suður-Afríku í forystu í þriðja sinn, staðan 3-2. Gignac var hins vegar ekki hættur þar sem hann innsiglaði þrennu sína í leiknum af vítapunktinum á 86. mínútu leiksins er hann jafnaði í þriðja sinn. Þá lagði hann upp mark fyrir Teji Savernier, leikmann Montpellier, í uppbótartíma sem tryggði Frökkum ótrúlegan 4-3 sigur. Frakkar eru þá með þrjú stig í riðlinum, líkt og Japan og Mexíkó sem eigast við klukkan 11:00. Svipað hjá Hondúras Hondúras var í sömu stöðu og franska liðið eftir tap í sínum fyrsta leik en Nýja-Sjáland var andstæðingur þeirra í dag. 1-1 stóð í hléi áður en Chris Wood, samherji Jóhanns Berg Guðmundssonar hjá Burnley, kom þeim nýsjálensku yfir snemma í síðari hálfleik. 2-1 stóð fram á 78. mínútu þegar Juan Obregon jafnaði fyrir Hondúras og þá skoraði Rigobert Rivas sigur mark þeirra á 87. mínútu. Hondúras vann leikinn 3-2 og er með þrjú stig í riðlinum líkt og Nýja-Sjáland og Rúmenía. Þeir rúmensku mæta Suður-Kóreu klukkan 11:00 en þeir síðarnefndu eru án stiga eftir fyrstu umferðina. Argentína komið á blað en Fílabeinsstrendingar héldu tíu Brössum í skefjum Medina var hetja Argentínumanna.Masashi Hara/Getty Images Argentína tapaði óvænt 2-0 fyrir Ástralíu í fyrsta leik í C-riðli keppninnar en mark Facundo Medina á 52. mínútu tryggði þeim 1-0 sigur á Egyptum í dag. Argentína er með þrjú stig líkt og Ástralía í riðlinum en Egyptar og Spánverjar eru með eitt stig hvort. Þeir spænsku mæta Áströlum í leik sem hófst 10:30. Þá varð markalaust jafntefli á milli toppliðanna í D-riðli; Brasilíu og Fílabeinsstrandarinnar. Brasilía hafði unnið 4-2 sigur á Þýskalandi í fyrsta leik en Fílabeinsströndin 2-1 sigur á Sádum. Douglas Luiz, leikmaður Aston Villa á Englandi, fékk rautt spjald í liði Brassa eftir aðeins 13 mínútna leik. Fílabeinsströndin, sem skartar meðal annars Frank Kessié úr AC Milan og Eric Bailly úr Manchester United, tókst ekki að setja mark gegn tíu Brössum en þeir luku einnig leik með tíu menn eftir ða Eboue Kouassi fékk að líta sitt annað gula spjald tíu mínútum fyrir leikslok. Ekkert var skorað í leiknum og eru bæði lið með fjögur stig eftir tvo leiki. Þjóðverjar og Sádar eigast við klukkan 11:30.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Sjá meira