Fótbolti

Mikael Anderson í byrjunarliðinu í sigri Midtjylland

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Mikael Anderson í leik gegn Atalanta í Meistaradeild Evrópu.
Mikael Anderson í leik gegn Atalanta í Meistaradeild Evrópu. Jonathan Moscrop/Getty

Mikael Anderson var í byrjunarliði Midtjylland þegar liðið heimsótti Álaborg í dönsku deildinni í dag. Mark Junior Brumado skildi liðin að í 1-0 sigri Midtjylland.

Gestirnir héldu að þeir væru komnir með forystuna eftir tæplega tuttugu mínútna leik þegar Mikael Anderson kom boltanum í netið. Eftir nánari skoðun myndbandsdómara var markið þó dæmt af vegna rangstöðu.

Gestirnir skoruðu svo fyrsta löglega mark leiksins á 28. mínútu þegar að Junior Brumado fann netmöskvana eftir stoðsendingu frá Paulinho.

Þetta reyndist eina mark leiksins og Midtjylland fagnaði því 1-0 sigri. Mikael og félagar eru því með þrjú stig eftir tvo leiki í dönsku deildinni, en Álaborg er enn með eitt stig.

Mikael Anderson spilaði 87 mínútur í dag, en Elías Ólafsson sat allan tíman á varamannabekk Midtjylland.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.