Innlent

95 greindust smitaðir innanlands í gær

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá sýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut.
Frá sýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut. Vísir/vilhelm

Níutíu og fimm greindust innanlands með kórónuveiruna í gær og hafa ekki fleiri greinst með veiruna á einum degi á þessu ári. Stærstur hluti smitaðra var utan sóttkvíar eða 75. Þá eru fjórir eru á sjúkrahúsi vegna Covid-19 samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is. 76 greindust í fyrradag og 78 daginn þar á undan.

Nýgengi smita innanlands er 111,3 en var 83,7 í gær. Nýgengi smita á landamærum er svipað eða 16,4 en var 16,1 í gær. Alls eru 1266 í sóttkví hér á landi og 463 í einangrun. Fjölgar um 223 í sóttkví og 92 í einangrun á milli daga.

Rætt verður við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni um stöðu mála í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf á hádegi.

Hertar samkomutakmarkanir taka gildi á landinu á miðnætti í kvöld. Samkomur verða takmarkaðar við 200 manns og eins metra regla tekur gildi. Opnunartími skemmtistaða og veitingastaða færist til klukkan 23 á kvöldin og síðasti maður þarf að fara út á miðnætti. 

Þá mun líkamsræktarstöðum og sundlaugum heimilt að taka á móti 75 prósent af leyfilegum fjölda í venjulegi árferði.

Fréttin er í vinnslu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.