Bjarni: Þetta er varúðarráðstöfun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. júlí 2021 20:02 Bjarni á Egilsstöðum í kvöld. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þær sóttvanraraðgerðir sem taka gildi á miðnætti annað kvöld séu varúðarráðstafanir. Hann blæs á það að einhver óánægja sé innan raða Sjálfstæðismanna með hertar aðgerðir innanlands. Ríkisstjórnin ræddi tillögur sóttvarnalæknir á löngum ríkisstjórnarfundi á Egilsstöðum í dag, þar sem ákveðið var að setja á 200 manna samkomubann, eins metra fjarlægðarreglu og skerða opnunartíma veitinga- og skemmtistaða. „Það sem er verið að leggja til núna er varúðarráðstöfun. Við sjáum vöxt í smitum hjá bólusettu fólki, Það er dálítið óvænt að bólusett fólk sé að smitast og smita aðra,“ sagði Bjarni Benediktsson að loknum fundi en viðtal við hann má sjá í spilarnum hér að neðan. Aðspurður að því hvort óánægja væri með þessar aðgerðir innan raða flokksmanna Bjarna svaraði Bjarni því neitandi. „Nei. Ég held að það sé bara rétt að koma því skýrt á framfæri að við ræðum allar hliðar mála. Við tökum inn sjónarmið sem við teljum að eigi erindi inn í umræðuna. Með því erum við ekkert að grafa undan tillögum eða varpa rýrð á mikilvægi þess að fara varlega,“ sagði Bjarni. Hann segir ríkisstjórnina taka mark á rökum sóttvarnalæknis. „Það er bara einfaldlega þannig að við lögðum upp með ákveðið plan sem var að opna fyrir frelsið þegar við værum búin að bólusetja. Ef að þá að gera einhverjar breytingar á því plani þurfa að liggja fyrir mjög sterk rök. Þau eru komin fram að hálfu sóttvarnayfirvalda með vísan í vöxt smita og óvissu með það hversu greiða leið þau smit eiga inn í viðkvæma hópa. Við tökum mark á því núna. “ Sjálfstæðisflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Kanna hvort hægt verði að halda þjóðhátíð eftir nokkrar vikur Formaður þjóðhátíðarnefndar segir að kannaður verði möguleikinn á því að fresta þjóðhátíð um nokkrar vikur. Erfitt verði að halda hátíðina um verslunarmannahelgina innan þeirra samkomutakmarkana sem taka eiga gildi á morgun. 23. júlí 2021 19:31 Netverjar segja sitt um nýjustu aðgerðir stjórnvalda Tilkynnt hefur verið um að 200 manna samkomutakmarkanir og eins metra fjarlægðartakmörk taki gildi á miðnætti annað kvöld. Þá verður skemmtistöðum gert að hætta að hleypa inn klukkan ellefu á kvöldin, og loka á miðnætti. 23. júlí 2021 19:21 Tvö hundruð mega koma saman og eins metra fjarlægðarregla Nýjar samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti annað kvöld. 200 manns mega koma saman og eins metra fjarlægðarmörk verða í gildi. Hertar aðgerðir gilda til 13. ágúst. 23. júlí 2021 19:05 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Sjá meira
Ríkisstjórnin ræddi tillögur sóttvarnalæknir á löngum ríkisstjórnarfundi á Egilsstöðum í dag, þar sem ákveðið var að setja á 200 manna samkomubann, eins metra fjarlægðarreglu og skerða opnunartíma veitinga- og skemmtistaða. „Það sem er verið að leggja til núna er varúðarráðstöfun. Við sjáum vöxt í smitum hjá bólusettu fólki, Það er dálítið óvænt að bólusett fólk sé að smitast og smita aðra,“ sagði Bjarni Benediktsson að loknum fundi en viðtal við hann má sjá í spilarnum hér að neðan. Aðspurður að því hvort óánægja væri með þessar aðgerðir innan raða flokksmanna Bjarna svaraði Bjarni því neitandi. „Nei. Ég held að það sé bara rétt að koma því skýrt á framfæri að við ræðum allar hliðar mála. Við tökum inn sjónarmið sem við teljum að eigi erindi inn í umræðuna. Með því erum við ekkert að grafa undan tillögum eða varpa rýrð á mikilvægi þess að fara varlega,“ sagði Bjarni. Hann segir ríkisstjórnina taka mark á rökum sóttvarnalæknis. „Það er bara einfaldlega þannig að við lögðum upp með ákveðið plan sem var að opna fyrir frelsið þegar við værum búin að bólusetja. Ef að þá að gera einhverjar breytingar á því plani þurfa að liggja fyrir mjög sterk rök. Þau eru komin fram að hálfu sóttvarnayfirvalda með vísan í vöxt smita og óvissu með það hversu greiða leið þau smit eiga inn í viðkvæma hópa. Við tökum mark á því núna. “
Sjálfstæðisflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Kanna hvort hægt verði að halda þjóðhátíð eftir nokkrar vikur Formaður þjóðhátíðarnefndar segir að kannaður verði möguleikinn á því að fresta þjóðhátíð um nokkrar vikur. Erfitt verði að halda hátíðina um verslunarmannahelgina innan þeirra samkomutakmarkana sem taka eiga gildi á morgun. 23. júlí 2021 19:31 Netverjar segja sitt um nýjustu aðgerðir stjórnvalda Tilkynnt hefur verið um að 200 manna samkomutakmarkanir og eins metra fjarlægðartakmörk taki gildi á miðnætti annað kvöld. Þá verður skemmtistöðum gert að hætta að hleypa inn klukkan ellefu á kvöldin, og loka á miðnætti. 23. júlí 2021 19:21 Tvö hundruð mega koma saman og eins metra fjarlægðarregla Nýjar samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti annað kvöld. 200 manns mega koma saman og eins metra fjarlægðarmörk verða í gildi. Hertar aðgerðir gilda til 13. ágúst. 23. júlí 2021 19:05 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Sjá meira
Kanna hvort hægt verði að halda þjóðhátíð eftir nokkrar vikur Formaður þjóðhátíðarnefndar segir að kannaður verði möguleikinn á því að fresta þjóðhátíð um nokkrar vikur. Erfitt verði að halda hátíðina um verslunarmannahelgina innan þeirra samkomutakmarkana sem taka eiga gildi á morgun. 23. júlí 2021 19:31
Netverjar segja sitt um nýjustu aðgerðir stjórnvalda Tilkynnt hefur verið um að 200 manna samkomutakmarkanir og eins metra fjarlægðartakmörk taki gildi á miðnætti annað kvöld. Þá verður skemmtistöðum gert að hætta að hleypa inn klukkan ellefu á kvöldin, og loka á miðnætti. 23. júlí 2021 19:21
Tvö hundruð mega koma saman og eins metra fjarlægðarregla Nýjar samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti annað kvöld. 200 manns mega koma saman og eins metra fjarlægðarmörk verða í gildi. Hertar aðgerðir gilda til 13. ágúst. 23. júlí 2021 19:05