Birkir að endursemja við Brescia og Mikael Egill á leið til Spezia í úrvalsdeildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júlí 2021 11:01 Birkir Bjarnason verður áfram á Ítalíu ef marka má heimildir. Matthew Pearce/Getty Images Það stefnir allt í að íslenska landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason verði áfram í herbúðum Brescia og að Mikael Egill Ellertsson verði fjórði Íslendingurinn í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, á næstu leiktíð. Birkir Bjarnason er við það að endursemja við Brescia og mun því leika með liðinu í B-deildinni á Ítalíu. Þessu greinir Björn Már Ólafsson frá á Twitter-síðu sinni en hann er einkar vel að sér í ítalskri knattspyrnu. Ekki kemur hversu langan samning hinn 33 ára gamli Birkir er við það að skrifa undir. Birkir var nokkuð eftirsóttur en hefur ákveðið að vera áfram hjá Brescia. Hann gekk upphaflega til liðs við félagið síðasta sumar eftir stutta dvöl hjá Al Arabi í Katar þar sem Heimir Hallgrímsson var að þjálfa. Birkir er öllum hnútum kunnugur á Ítalíu en hann lék með Pescara og Sampdoria frá 2012 til 2015. Birkir Bjarnason er líklegast að semja aftur við Brescia eftir að hafa orðið samningslaus í júní. Önnur félög sem hafa reynt að fá hann eru Reggina og SPAL og Adana Demirspor— Björn Már Ólafsson (@bjornmaro) July 23, 2021 Það styttist í að þessi fjölhæfi miðjumaður spili sinn 100. landsleik fyrir Íslands hönd en hann vantar aðeins tvo leiki til þess. Birkir hefur spilað 98 A-landsleiki og skorað í þeim 14 mörk. Samkvæmt fréttum Il Secolo XIX er unglingalandsliðsmaðurinn Mikael Egill Ellertsson á leið til Spezia sem mun spila í Serie A á næstu leiktíð. Þar segir einnig að Juventus hafi haft áhuga á hinum 19 ára gamla leikmanni sem á að baki 26 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Thiago Motta er nýtekinn við Spezia og virðist ætla að treysta á unga og efnilega leikmenn í vetur. Mikael Ellert hefur verið á mála hjá SPAL síðan 2017 en ekki enn leikið fyrir aðallið félagsins. Mikael Egill Ellertsson gekk í raðir SPAL árið 2017 en hann er uppalinn hjá Fram hér á landi.FRAM Fari svo að Mikael Ellert gangi til liðs við Spezia yrði hann fjórði Íslendingurinn í Serie A. Andri Fannar Baldursson leikur með Bologna og þá eru þeir Óttar Magnús Karlsson og Bjarki Steinn Bjarkason á mála hjá nýliðum Venezia. Í B-deildinni má svo finna reynslumikla landsliðsmenn á borð við Birki og Hjört Hermannsson. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Leik lokið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Sjá meira
Birkir Bjarnason er við það að endursemja við Brescia og mun því leika með liðinu í B-deildinni á Ítalíu. Þessu greinir Björn Már Ólafsson frá á Twitter-síðu sinni en hann er einkar vel að sér í ítalskri knattspyrnu. Ekki kemur hversu langan samning hinn 33 ára gamli Birkir er við það að skrifa undir. Birkir var nokkuð eftirsóttur en hefur ákveðið að vera áfram hjá Brescia. Hann gekk upphaflega til liðs við félagið síðasta sumar eftir stutta dvöl hjá Al Arabi í Katar þar sem Heimir Hallgrímsson var að þjálfa. Birkir er öllum hnútum kunnugur á Ítalíu en hann lék með Pescara og Sampdoria frá 2012 til 2015. Birkir Bjarnason er líklegast að semja aftur við Brescia eftir að hafa orðið samningslaus í júní. Önnur félög sem hafa reynt að fá hann eru Reggina og SPAL og Adana Demirspor— Björn Már Ólafsson (@bjornmaro) July 23, 2021 Það styttist í að þessi fjölhæfi miðjumaður spili sinn 100. landsleik fyrir Íslands hönd en hann vantar aðeins tvo leiki til þess. Birkir hefur spilað 98 A-landsleiki og skorað í þeim 14 mörk. Samkvæmt fréttum Il Secolo XIX er unglingalandsliðsmaðurinn Mikael Egill Ellertsson á leið til Spezia sem mun spila í Serie A á næstu leiktíð. Þar segir einnig að Juventus hafi haft áhuga á hinum 19 ára gamla leikmanni sem á að baki 26 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Thiago Motta er nýtekinn við Spezia og virðist ætla að treysta á unga og efnilega leikmenn í vetur. Mikael Ellert hefur verið á mála hjá SPAL síðan 2017 en ekki enn leikið fyrir aðallið félagsins. Mikael Egill Ellertsson gekk í raðir SPAL árið 2017 en hann er uppalinn hjá Fram hér á landi.FRAM Fari svo að Mikael Ellert gangi til liðs við Spezia yrði hann fjórði Íslendingurinn í Serie A. Andri Fannar Baldursson leikur með Bologna og þá eru þeir Óttar Magnús Karlsson og Bjarki Steinn Bjarkason á mála hjá nýliðum Venezia. Í B-deildinni má svo finna reynslumikla landsliðsmenn á borð við Birki og Hjört Hermannsson.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Leik lokið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Sjá meira