Innlent

Lækna-Tómas gefur út göngu- og ör­nefna­kort af Geldinga­dölum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hér má sjá þá Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlækni, og Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands með göngukortið.
Hér má sjá þá Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlækni, og Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands með göngukortið. Una Sighvatsdóttir

Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, hefur gefið út sérstakt kort af Geldingadölum sem sýnir gosstöðvarnar og umhverfi þeirra ásamt helstu örnefnum á svæðinu.

Kortið er gefið út af Ferðafélagi Íslands og byggir á nýjustu gögnum, meðal annars loftmyndum af hrauninu en Tómas er höfundur kortsins.

Tilgangur kortsins er að hvetja fólk til gönguferða um Reykjanes og kanna mismunandi leiðir að gosinu. Um leið er reynt að beina göngufólki a slóða sem þegar eru fyrir hendi og merktir á kortinu – og þannig reynt að koma í veg fyrir óþarfa gróðurskemmdir og átroðning í nágrenni gosstöðvanna.

Með kortinu fylgir stutt lýsing á helstu gönguleiðunum en líka upplýsingum um hvar er hægt að nálgast útbúnaðarlista fyrir ferðirnar og nýjustu veðurspá. Þá fylgir kortinu rafrænn kóði þar sem hægt er hlaða inn nýjustu útgáfu kortsins rafrænt í farsíma. Þannig má sjá uppfærðar upplýsingar um útbreiðslu hraunsins og hvort gönguleiðir hafi hugsanlega lokast.

Kortið verður til sölu hjá Ferðafélagi Íslands en allur ágóði af sölunni rennur til Björgunarsveitanna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.