Pelé hrósaði Mörtu fyrir að hvetja milljónir um heim allan og skapa betri heim Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2021 14:30 Marta fékk mikið hrós frá samlanda sínum Pelé eftir að skora á sínum fimmtu Ólympíuleikum. Pablo Moranoy/Getty Images Brasilíska goðsögnin Pelé hrósaði samlöndu sinni Mörtu fyrir þá hvatningu sem hún veitir fólki um heim allan. Marta er af mörgum talin ein albesta knattspyrnu heims og jafnvel frá upphafi. Hin 35 ára gamla Marta Vieira da Silva skoraði tvö af fimm mörkum Brasilíu í þægilegum 5-0 sigri á Kína í gær er þjóðirnar hófu leik á Ólympíuleikunum sem fram fara í Tókýó í Japan að þessu sinni. Marta hefur nú skorað 111 mörk í 160 leikjum fyrir Brasilíu. Þá voru þetta fimmtu Ólympíuleikarnir sem hún skorar á en það er met. Uppskar hún í kjölfarið mikið hrós frá hinum áttræða Edson Arantes do Nascimento, Pelé, en hann birti hugljúfa færslu á Instagram-síðu sinni eftir leikinn. „Hæ Marta. Þú ert eflaust sofandi núna þar sem þú ert hinum megin á hnettinum. Ég vona að þig dreymi það sem þú áorkaðir fyrir aðeins nokkrum klukkutímum. Talandi um drauma, hversu marga slíka heldur þú að þú hafir haft áhrif á í nótt?“ „Afrek þín eru svo miklu meira en persónuleg met. Þetta augnablik hvetur milljónir íþróttafólks um heim allan. Til hamingju með uppgang þinn og arfleið. Til hamingju, þú ert miklu meira en knattspyrnukona. Þú hefur hjálpað til við að byggja betri heim með hæfileikum þínum. Heim þar sem konur fá meira pláss,“ segir í færslu Pelé á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Pele (@pele) Marta er eflaust hvergi nærri hætt en þrátt fyrir að skora á fimm Ólympíuleikum hefur þessi magnaði framherji aldrei staðið uppi sem sigurvegari. Tvívegis hefur þurft að lúta í gras í úrslitum. Hver veit nema það breytist í sumar. Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Sjá meira
Hin 35 ára gamla Marta Vieira da Silva skoraði tvö af fimm mörkum Brasilíu í þægilegum 5-0 sigri á Kína í gær er þjóðirnar hófu leik á Ólympíuleikunum sem fram fara í Tókýó í Japan að þessu sinni. Marta hefur nú skorað 111 mörk í 160 leikjum fyrir Brasilíu. Þá voru þetta fimmtu Ólympíuleikarnir sem hún skorar á en það er met. Uppskar hún í kjölfarið mikið hrós frá hinum áttræða Edson Arantes do Nascimento, Pelé, en hann birti hugljúfa færslu á Instagram-síðu sinni eftir leikinn. „Hæ Marta. Þú ert eflaust sofandi núna þar sem þú ert hinum megin á hnettinum. Ég vona að þig dreymi það sem þú áorkaðir fyrir aðeins nokkrum klukkutímum. Talandi um drauma, hversu marga slíka heldur þú að þú hafir haft áhrif á í nótt?“ „Afrek þín eru svo miklu meira en persónuleg met. Þetta augnablik hvetur milljónir íþróttafólks um heim allan. Til hamingju með uppgang þinn og arfleið. Til hamingju, þú ert miklu meira en knattspyrnukona. Þú hefur hjálpað til við að byggja betri heim með hæfileikum þínum. Heim þar sem konur fá meira pláss,“ segir í færslu Pelé á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Pele (@pele) Marta er eflaust hvergi nærri hætt en þrátt fyrir að skora á fimm Ólympíuleikum hefur þessi magnaði framherji aldrei staðið uppi sem sigurvegari. Tvívegis hefur þurft að lúta í gras í úrslitum. Hver veit nema það breytist í sumar.
Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Sjá meira