Innlent

Starfsfólk sem sótti LungA beðið um að fara í skimun

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Kórónuveiran á bráðamótökunni í Fossvogi
Kórónuveiran á bráðamótökunni í Fossvogi

Farsóttanefnd Landspítalans mælist til þess að starfsfólk spítalans, sem sótti hátíðina LungA á Seyðisfirði, fari í skimun fyrir kórónuveirunni eins fljótt og auðið er.

Þetta á jafnframt við um þá sem hafa tengsl við fólk sem var á hátíðinni. Þetta segir í tilkynningu frá Farsóttarnefndinni.

Í tilkynningunni segir að smitaðir séu að greinast úr hópi þeirra sem sóttu hátíðina og að mikilvægt sé að ná utan um dreifinguna sem allra fyrst.

Skipuleggjendur hátíðarinnar greindu frá því í gær að tveir hafi greinst smitaðir á Seyðisfirði síðustu daga.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.