Skrifa söguna í Tókýó Valur Páll Eiríksson skrifar 21. júlí 2021 22:30 Marta og Formiga hafa farið í gegnum súrt og sætt með landsliðinu í tæpa tvo áratugi. Stuart Franklin - FIFA/FIFA via Getty Images Brasilísku fótboltagoðsagnirnar Marta og Formiga skrifuðu söguna í opnunarleik Ólympíuleikanna í Japan sem Brasilía vann 5-0 gegn Kína í morgun. Marta skoraði tvö marka Brasilíu í sigrinum á þeim kínversku og var þar með fyrsti fótboltaleikmaðurinn til að skora á fimm Ólympíuleikum í röð, frá því að hún skoraði fyrst í Aþenu 2004. Hinn 35 ára gamli framherji skoraði fyrsta mark Brasilíu í leiknum á níundu mínútu og skoraði það síðara stundarfjórðungi fyrir leikslok. Hún hefur skorað 111 mörk fyrir landsliðið á ferlinum og hefur sex sinnum verið valin besti leikmaður heims. Eftir mörkin tvö í morgun hefur hún skorað alls 12 mörk á Ólympíuferli sínum, og er aðeins tveimur mörkum frá metinu sem landa hennar Cristiane á, upp á 14 mörk. Félagi Mörtu í landsliðinu, miðjumaðurinn Formiga, varð þá fyrsti fótboltamaðurinn, hvort sem er í karla- eða kvennaflokki, til að taka þátt í sjö Ólympíuleikum. Formiga er 43 ára gömul og spilar fyrir Sao Paulo í heimalandinu og var að spila sinn 201. landsleik gegn Kína. Hún spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Brasilíu á HM 1995, þá 17 ára, og tók fyrst þátt á Ólympíuleikunum ári síðar, í Atlanta 1996, þar sem kvennaknattspyrna var í fyrsta sinn á meðal keppnisgreina. Formiga sækist eftir að ná loks í Ólympíugullið en hún hlaut silfur árin 2004 og 2008. Þá féll Brasilía úr leik fyrir Svíþjóð í undanúrslitum leikanna 2016 á heimavelli í Ríó de Janeiro. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Enski boltinn Fleiri fréttir Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Sjá meira
Marta skoraði tvö marka Brasilíu í sigrinum á þeim kínversku og var þar með fyrsti fótboltaleikmaðurinn til að skora á fimm Ólympíuleikum í röð, frá því að hún skoraði fyrst í Aþenu 2004. Hinn 35 ára gamli framherji skoraði fyrsta mark Brasilíu í leiknum á níundu mínútu og skoraði það síðara stundarfjórðungi fyrir leikslok. Hún hefur skorað 111 mörk fyrir landsliðið á ferlinum og hefur sex sinnum verið valin besti leikmaður heims. Eftir mörkin tvö í morgun hefur hún skorað alls 12 mörk á Ólympíuferli sínum, og er aðeins tveimur mörkum frá metinu sem landa hennar Cristiane á, upp á 14 mörk. Félagi Mörtu í landsliðinu, miðjumaðurinn Formiga, varð þá fyrsti fótboltamaðurinn, hvort sem er í karla- eða kvennaflokki, til að taka þátt í sjö Ólympíuleikum. Formiga er 43 ára gömul og spilar fyrir Sao Paulo í heimalandinu og var að spila sinn 201. landsleik gegn Kína. Hún spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Brasilíu á HM 1995, þá 17 ára, og tók fyrst þátt á Ólympíuleikunum ári síðar, í Atlanta 1996, þar sem kvennaknattspyrna var í fyrsta sinn á meðal keppnisgreina. Formiga sækist eftir að ná loks í Ólympíugullið en hún hlaut silfur árin 2004 og 2008. Þá féll Brasilía úr leik fyrir Svíþjóð í undanúrslitum leikanna 2016 á heimavelli í Ríó de Janeiro.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Enski boltinn Fleiri fréttir Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Sjá meira