Innlent

Biðlar til Ís­lendinga að fara í sýna­töku sem fyrst eftir komu til landsins

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm

Sóttvarnalæknir beinir þeim tilmælum til þeirra sem eru bólusettir eða eru með sögu um fyrri COVID-19 sýkingu og eru búsettir á Íslandi, eða hafa hér tengslanet, að fara í sýnatöku vegna COVID-19 við komuna hingað til lands þrátt fyrir neikvætt PCR- eða antigen próf, sem tekið var fyrir brottför.

Í tilkynningu á vef Landlæknis segir að í ljós hafi komið að smitaðir einstaklingar sem hingað koma og hafi víðtækt tengslanet hér á landi séu líklegri til að smita aðra en þeir sem lítið tengslanet hafa.

Að undanförnu hafi borist fjöldi smita yfir landamærin einkum með full bólusettum einstaklingum og valdið nýrri bylgju faraldurs innanlands.

All eru 163 í einangrun vegna Covid-19 eftir gærdaginn og 454 í sóttkví. Í gær greindust 44 smit, 38 innanlands og sex á landamærunum. Er þetta mesti fjöldi einstaklinga sem greinust á einum degi á þessu ári.

Næstkomandi mánudag taka hertar tillögur gildi á landamærunum þar sem að allir sem koma til landsins verði að sýna fram á neikvætt próf við Covid-19, einnig þeir sem eru fullbólusettir. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir lagði einnig til að Íslendingar yrðu skyldugir til að fara í sýnatöku við komuna til landsins, en ríkisstjórnin féllst ekki á það.

Því hefur sóttvarnalæknir nú beint þeim tilmælum til Íslendinga og annarra með tengslanet hér á landi að fara í sýnatöku við komuna hingað til lands, líkt og fyrr segir.


Tengdar fréttir

Ný bylgja hafin og jafnvel á leið í veldisvöxt

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir greinilegt að mikill vöxtur sé í fjölda smitaðra af kórónuveirunni innanlands en þrjátíu og átta greindust með veiruna í gær.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.