Innflytjandinn ákveðið að fjarlægja allt markaðsefni með Gylfa Þór Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 20. júlí 2021 13:27 Svona leit drykkjargangurinn í Hagkaup Skeifunni út í morgun en nú er búið að fjarlægja þennan bás. Vísir Innflytjandi orkudrykkjarins State Energy hefur ákveðið að taka niður allt auglýsingaefni með Gylfa Þór Sigurðssyni, fótboltamanni Everton og landsliðsmanni, sem mátti finna í Hagkaup og fleiri verslunum. Gylfi er eitt af andlitum fyrirtækisins en hann var handtekinn á föstudag í tengslum við kynferðisbrot gagnvart ólögráða stúlku, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Þórarinn Þórhallsson, talsmaður State Energy á Íslandi, segir að ekkert annað hafi verið í stöðunni eftir fréttaflutninginn í dag. Hyggst fyrirtækið fylgjast með því hvernig málinu fram vindur. „Við erum slegin yfir þessu eins og öll þjóðin. Móðurfyrirtækið í Danmörku gerði samninginn við Gylfa en við hér á Íslandi ákváðum að taka efnið niður,“ segir Þórarinn í samtali við fréttastofu. Búið að taka niður myndirnar í Hagkaup Fyrr í dag staðfesti Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa, að markaðsefni með myndum af Gylfa yrði fjarlægt úr verslunum Hagkaups. Þetta er eini staðurinn í Hagkaup Skeifunni sem hægt er að finna State Energy drykkina, og hvergi er mynd af Gylfa.Vísir/Hallgerður „Við ræddum við birginn í morgun um næstu skref í ljósi stöðunnar og það er innflytjandinn sem ákveður að skipta út öllu efni og að þetta yrði tekið niður og það kemur inn nýtt markaðsefni í framhaldinu,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. Gylfi hefur verið andlit State Energy frá því í byrjun júní þegar hann skrifaði undir fjögurra og hálfs árs samning við drykkjavöruframleiðandann danska. Fyrirtækið er meðal annars í eigu knattspyrnumannsins Christians Eriksen og tenniskonunnar Caroline Wozniacki. Margir af frægustu íþróttamönnum Danmerkur hafa gert samning við fyrirtækið. Lögreglan í Manchester greindi frá því í gær að hún hafi handtekið 31 árs gamlan knattspyrnumann í tengslum við rannsókn á kynferðisofbeldi gegn barni. Knattspyrnuliðið Everton greindi svo frá því í gær að um sé að ræða leikmann liðsins. Maðurinn var handtekinn á föstudag og síðar sleppt gegn tryggingu. Líkt og áður segir er þar um að ræða Gylfa Þór, samkvæmt heimildum fréttastofu. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, sagði í samtali við fréttastofu í dag að sambandið hafi ekki fengið upplýsingar um það hvort knattspyrnumaðurinn sem um ræðir hafi verið Gylfi Þór. Breski slúðurmiðillinn The Sun hafði í gær eftir heimildarmanni að lögreglan hafi gert húsleit á heimili mannsins og gert þar nokkra hluti upptæka. Breskir miðlar hafa ekki nafngreint hann af lagalegum ástæðum. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum frá State Energy á Íslandi. Enski boltinn Auglýsinga- og markaðsmál Fótbolti England Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Forysta KSÍ ræddi um Gylfa í morgun Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, segir að sambandið hafi ekki fengið upplýsingar um hvort knattspyrnumaðurinn sem lögregla í Manchester handtók á föstudag hafi verið Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður og leikmaður Everton í ensku úrvalsdeildinni. 20. júlí 2021 10:43 Leikmaður Everton til rannsóknar í lögreglumáli Enska fótboltaliðið Everton hefur staðfest að leikmaður þeirra sé til rannsóknar í lögreglumáli. Breskir miðlar greindu frá því í dag að leikmaðurinn hafi verið handtekinn grunaður um kynferðisbrot gegn barni. 19. júlí 2021 23:51 Leikmaður ensku deildarinnar grunaður um kynferðisbrot gegn barni Leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar hefur verið handtekinn grunaður um kynferðisbrot gegn barni. Enskir fjölmiðlar hafa ekki nafngreint manninn en segja hann 31 árs gamlan og giftan. 19. júlí 2021 21:51 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Gylfi er eitt af andlitum fyrirtækisins en hann var handtekinn á föstudag í tengslum við kynferðisbrot gagnvart ólögráða stúlku, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Þórarinn Þórhallsson, talsmaður State Energy á Íslandi, segir að ekkert annað hafi verið í stöðunni eftir fréttaflutninginn í dag. Hyggst fyrirtækið fylgjast með því hvernig málinu fram vindur. „Við erum slegin yfir þessu eins og öll þjóðin. Móðurfyrirtækið í Danmörku gerði samninginn við Gylfa en við hér á Íslandi ákváðum að taka efnið niður,“ segir Þórarinn í samtali við fréttastofu. Búið að taka niður myndirnar í Hagkaup Fyrr í dag staðfesti Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa, að markaðsefni með myndum af Gylfa yrði fjarlægt úr verslunum Hagkaups. Þetta er eini staðurinn í Hagkaup Skeifunni sem hægt er að finna State Energy drykkina, og hvergi er mynd af Gylfa.Vísir/Hallgerður „Við ræddum við birginn í morgun um næstu skref í ljósi stöðunnar og það er innflytjandinn sem ákveður að skipta út öllu efni og að þetta yrði tekið niður og það kemur inn nýtt markaðsefni í framhaldinu,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. Gylfi hefur verið andlit State Energy frá því í byrjun júní þegar hann skrifaði undir fjögurra og hálfs árs samning við drykkjavöruframleiðandann danska. Fyrirtækið er meðal annars í eigu knattspyrnumannsins Christians Eriksen og tenniskonunnar Caroline Wozniacki. Margir af frægustu íþróttamönnum Danmerkur hafa gert samning við fyrirtækið. Lögreglan í Manchester greindi frá því í gær að hún hafi handtekið 31 árs gamlan knattspyrnumann í tengslum við rannsókn á kynferðisofbeldi gegn barni. Knattspyrnuliðið Everton greindi svo frá því í gær að um sé að ræða leikmann liðsins. Maðurinn var handtekinn á föstudag og síðar sleppt gegn tryggingu. Líkt og áður segir er þar um að ræða Gylfa Þór, samkvæmt heimildum fréttastofu. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, sagði í samtali við fréttastofu í dag að sambandið hafi ekki fengið upplýsingar um það hvort knattspyrnumaðurinn sem um ræðir hafi verið Gylfi Þór. Breski slúðurmiðillinn The Sun hafði í gær eftir heimildarmanni að lögreglan hafi gert húsleit á heimili mannsins og gert þar nokkra hluti upptæka. Breskir miðlar hafa ekki nafngreint hann af lagalegum ástæðum. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum frá State Energy á Íslandi.
Enski boltinn Auglýsinga- og markaðsmál Fótbolti England Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Forysta KSÍ ræddi um Gylfa í morgun Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, segir að sambandið hafi ekki fengið upplýsingar um hvort knattspyrnumaðurinn sem lögregla í Manchester handtók á föstudag hafi verið Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður og leikmaður Everton í ensku úrvalsdeildinni. 20. júlí 2021 10:43 Leikmaður Everton til rannsóknar í lögreglumáli Enska fótboltaliðið Everton hefur staðfest að leikmaður þeirra sé til rannsóknar í lögreglumáli. Breskir miðlar greindu frá því í dag að leikmaðurinn hafi verið handtekinn grunaður um kynferðisbrot gegn barni. 19. júlí 2021 23:51 Leikmaður ensku deildarinnar grunaður um kynferðisbrot gegn barni Leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar hefur verið handtekinn grunaður um kynferðisbrot gegn barni. Enskir fjölmiðlar hafa ekki nafngreint manninn en segja hann 31 árs gamlan og giftan. 19. júlí 2021 21:51 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Forysta KSÍ ræddi um Gylfa í morgun Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, segir að sambandið hafi ekki fengið upplýsingar um hvort knattspyrnumaðurinn sem lögregla í Manchester handtók á föstudag hafi verið Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður og leikmaður Everton í ensku úrvalsdeildinni. 20. júlí 2021 10:43
Leikmaður Everton til rannsóknar í lögreglumáli Enska fótboltaliðið Everton hefur staðfest að leikmaður þeirra sé til rannsóknar í lögreglumáli. Breskir miðlar greindu frá því í dag að leikmaðurinn hafi verið handtekinn grunaður um kynferðisbrot gegn barni. 19. júlí 2021 23:51
Leikmaður ensku deildarinnar grunaður um kynferðisbrot gegn barni Leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar hefur verið handtekinn grunaður um kynferðisbrot gegn barni. Enskir fjölmiðlar hafa ekki nafngreint manninn en segja hann 31 árs gamlan og giftan. 19. júlí 2021 21:51