Fótbolti

Leik­maður E­ver­ton til rann­sóknar í lög­reglu­máli

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Everton hefur leyst leikmann í aðalliði sínu frá störfum á meðan málið er til rannsóknar.
Everton hefur leyst leikmann í aðalliði sínu frá störfum á meðan málið er til rannsóknar. Getty/Emma Simpson

Enska fótboltaliðið Everton hefur staðfest að leikmaður þeirra sé til rannsóknar í lögreglumáli. Breskir miðlar greindu frá því í dag að leikmaðurinn hafi verið handtekinn grunaður um kynferðisbrot gegn barni.

Lögreglan í Manchester hefur einnig staðfest að 31. árs gamall leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar hafi verið handtekinn og síðar sleppt gegn tryggingu.

Liðið nafngreinir ekki leikmanninn en samkvæmt The Daily Mail og Mirror er maðurinn 31 árs gamall. Aðeins tveir leikmenn Everton eru 31 árs, þeir Gylfi Sigurðsson og Englendingurinn Fabian Delph.

Mirror segir að maðurinn sé reyndur landsliðsmaður í sínu heimalandi.

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ), segir í samtali við Vísi að sambandinu hafi ekki borist neinar tilkynningar um að íslenskur landsliðsmaður hafi verið handtekinn í Englandi. KSÍ viti ekkert um málið.

„Everton getur staðfest að leikmaður í aðalliðinu hafi verið leystur frá störfum á meðan hann er til rannsóknar hjá lögreglu,“ segir í tilkynningunni sem birtist á heimasíðu liðsins

„Liðið mun halda áfram að styðja lögreglu við rannsóknina og mun ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×