Fótbolti

Kol­beinn leik­maður um­ferðarinnar í Sví­þjóð

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson átti frábæran leik með Gautaborg í umferðinni sem var að líða.
Kolbeinn Sigþórsson átti frábæran leik með Gautaborg í umferðinni sem var að líða. Gautaborg

Landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson átti frábæran leik í 3-2 sigri Gautaborgar á Mjällby í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Kolbeinn var í kjölfarið valinn leikmaður umferðarinnar í Svíþjóð.

Mikið hefur gengið á hjá Gautaborg undanfarið og var talið að sæti Kolbeins gæti verið í hættu þar sem sænska goðsögnin Marcus Berg gekk í raðir liðsins nýverið. Þeir byrjuðu hins vegar saman frammi gegn Mjällby og reyndist það góð ákvörðun.

Báðir komust þeir á blað en ásamt því að skora gerði Kolbeinn sér lítið fyrir og lagði upp hin tvö mörk Gautaborgar í leiknum.

„Mikið af fyrirsögnunum snúast eðlilega um endurkomu Marcus Berg en samherji hans Kolbeinn Sigþórsson bar af í umferðinni. Hann stýrði umferðinni í háloftunum og það er mjög erfitt að stöðva hann. Mark og tvær stoðsendingar þýða að hann er leikmaður umferðarinnar,“ segir í umfjöllun sænska miðilsins Discovery + Sport.

Gautaborg er í 7. sæti deildarinnar með 15 stig að loknum 11 umferðum. Kolbeinn hefur skorað fjögur mörk og lagt upp þrjú í deildinni til þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×