Innlent

Dæmdur nauðgari í sex mánaða gæsluvarðhald vegna almannahagsmuna

Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa
Fangelsið á Hólmheiði, þar sem maðurinn er í gæsluvarðhaldi.
Fangelsið á Hólmheiði, þar sem maðurinn er í gæsluvarðhaldi. Vísir/Vilhelm

Joshua Ikechukwu Mogbolu, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði vegna gruns um nauðgun, hefur verið úrskurðaður í sex mánaða gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna.

Hann var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku fyrir að nauðga tveimur konum í fyrra. Í fyrra skiptið á höfuðborgarsvæðinu í mars og norðan heiða í júlí. Mogbolu var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi.

Gæsluvarðhald Mogbolu vegna þriðju nauðgunarinnar sem hann er sakaður um átti að renna út í dag en var framlengt í gær.

Maðurinn er 21 árs og er samkvæmt heimildum fréttastofu frá Nígeríu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.