Forysta KSÍ ræddi um Gylfa í morgun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. júlí 2021 10:43 Klara Bjartmarz segir að Gylfi hafi verið til umræðu í morgun. Vísir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, segir að sambandið hafi ekki fengið upplýsingar um hvort knattspyrnumaðurinn sem lögregla í Manchester handtók á föstudag hafi verið Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður og leikmaður Everton í ensku úrvalsdeildinni. Hún segir að fjórir starfsmenn KSÍ hafi rætt málið í morgun en ekki að hafi verið um eiginlegan fund að ræða. Lögreglan í Manchester greindi frá því í gær að hún hafi handtekið 31 árs gamlan knattspyrnumann í tengslum við rannsókn á kynferðisbroti gegn barni. Knattspyrnuliðið Everton greindi svo frá því í gær að um sé að ræða leikmann liðsins. Maðurinn var handtekinn á föstudaginn og síðar sleppt gegn tryggingu. Lögreglan í Manchester segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að hún geti ekki greint frá því um hvern sé að ræða. Breskir fjölmiðlar segjast ekki geta nafngreint manninn af lagalegum ástæðum. Aðeins tveir leikmenn Everton eru 31 árs, þeir Gylfi Sigurðsson og Englendingurinn Fabian Delph. Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ, segir í samtali við Vísi að sambandið viti ekkert meira um málið en fram hafi komið í fjölmiðlum. KSÍ muni þó fylgjast áfram með málinu eftir því sem nýjar upplýsingar berast. Everton staðfesti í gær að um liðsmann sé að ræða. „Everton getur staðfest að leikmaður í aðalliðinu hafi verið leystur frá störfum á meðan hann er til rannsóknar hjá lögreglu,“ segir í tilkynningunni sem birtist á heimasíðu liðsins. Breski slúðurmiðillinn The Sun hefur það eftir heimildarmanni að lögreglan hafi gert húsleit á heimili mannsins og gert þar nokkra hluti upptæka. Fótbolti KSÍ England Enski boltinn Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Leikmaður Everton til rannsóknar í lögreglumáli Enska fótboltaliðið Everton hefur staðfest að leikmaður þeirra sé til rannsóknar í lögreglumáli. Breskir miðlar greindu frá því í dag að leikmaðurinn hafi verið handtekinn grunaður um kynferðisbrot gegn barni. 19. júlí 2021 23:51 Leikmaður ensku deildarinnar grunaður um kynferðisbrot gegn barni Leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar hefur verið handtekinn grunaður um kynferðisbrot gegn barni. Enskir fjölmiðlar hafa ekki nafngreint manninn en segja hann 31 árs gamlan og giftan. 19. júlí 2021 21:51 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Fleiri fréttir Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Sjá meira
Hún segir að fjórir starfsmenn KSÍ hafi rætt málið í morgun en ekki að hafi verið um eiginlegan fund að ræða. Lögreglan í Manchester greindi frá því í gær að hún hafi handtekið 31 árs gamlan knattspyrnumann í tengslum við rannsókn á kynferðisbroti gegn barni. Knattspyrnuliðið Everton greindi svo frá því í gær að um sé að ræða leikmann liðsins. Maðurinn var handtekinn á föstudaginn og síðar sleppt gegn tryggingu. Lögreglan í Manchester segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að hún geti ekki greint frá því um hvern sé að ræða. Breskir fjölmiðlar segjast ekki geta nafngreint manninn af lagalegum ástæðum. Aðeins tveir leikmenn Everton eru 31 árs, þeir Gylfi Sigurðsson og Englendingurinn Fabian Delph. Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ, segir í samtali við Vísi að sambandið viti ekkert meira um málið en fram hafi komið í fjölmiðlum. KSÍ muni þó fylgjast áfram með málinu eftir því sem nýjar upplýsingar berast. Everton staðfesti í gær að um liðsmann sé að ræða. „Everton getur staðfest að leikmaður í aðalliðinu hafi verið leystur frá störfum á meðan hann er til rannsóknar hjá lögreglu,“ segir í tilkynningunni sem birtist á heimasíðu liðsins. Breski slúðurmiðillinn The Sun hefur það eftir heimildarmanni að lögreglan hafi gert húsleit á heimili mannsins og gert þar nokkra hluti upptæka.
Fótbolti KSÍ England Enski boltinn Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Leikmaður Everton til rannsóknar í lögreglumáli Enska fótboltaliðið Everton hefur staðfest að leikmaður þeirra sé til rannsóknar í lögreglumáli. Breskir miðlar greindu frá því í dag að leikmaðurinn hafi verið handtekinn grunaður um kynferðisbrot gegn barni. 19. júlí 2021 23:51 Leikmaður ensku deildarinnar grunaður um kynferðisbrot gegn barni Leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar hefur verið handtekinn grunaður um kynferðisbrot gegn barni. Enskir fjölmiðlar hafa ekki nafngreint manninn en segja hann 31 árs gamlan og giftan. 19. júlí 2021 21:51 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Fleiri fréttir Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Sjá meira
Leikmaður Everton til rannsóknar í lögreglumáli Enska fótboltaliðið Everton hefur staðfest að leikmaður þeirra sé til rannsóknar í lögreglumáli. Breskir miðlar greindu frá því í dag að leikmaðurinn hafi verið handtekinn grunaður um kynferðisbrot gegn barni. 19. júlí 2021 23:51
Leikmaður ensku deildarinnar grunaður um kynferðisbrot gegn barni Leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar hefur verið handtekinn grunaður um kynferðisbrot gegn barni. Enskir fjölmiðlar hafa ekki nafngreint manninn en segja hann 31 árs gamlan og giftan. 19. júlí 2021 21:51