Lið Beckhams bæði það dýrasta og slakasta vestanhafs Valur Páll Eiríksson skrifar 19. júlí 2021 23:16 Staðan er strembin hjá félögunum Phil Neville og David Beckham vestanhafs. Michael Reaves/Getty Images Ævintýri fyrrum knattspyrnuhetjunnar David Beckham með lið sitt Inter frá Miami í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta hefur ekki gengið að óskum enn sem komið er. Liðinu er stýrt af félaga Beckhams, Phil Neville, fyrrum liðsfélaga hans hjá Manchester United, og gengið verið vægast sagt brösugt þrátt fyrir rándýran leikmannahóp liðsins. Beckham fór fyrir hópi fjárfesta sem tók yfir liðið árið 2014 og fékk leyfi til þátttöku í MLS-deildinni frá og með tímabilinu 2020, í fyrra. Úrúgvæinn Diego Alonso var fyrsti þjálfari félagsins en var rekinn eftir fyrsta árið, í janúar á þessu ári, þar sem hann hafði unnið aðeins sjö leiki af 24 við stjórnvölin. Inn í hans stað kom Phil Neville, fyrrum liðsfélagi Beckhams hjá Manchester United, sem hefur gengið litlu betur. Inter Miami er með fæst stig í deildinni það sem af er yfirstandandi leiktíð, átta stig eftir ellefu leiki, og aðeins skorað níu mörk. Neville hefur aðeins unnið tvo leiki af ellefu við stjórnvölin. Despite having MLS s highest payroll*, Inter Miami now has the lowest points (8) and goals scored (9) in the entire league. (* per the most recent MLSPA release) pic.twitter.com/bS1kw3CxYI— Grant Wahl (@GrantWahl) July 19, 2021 Fjölmiðlamaðurinn Grant Wahl hjá Sports Illustrated greinir frá því á Twitter að liðið sé það dýrasta í deildinni ef marka má tölur frá MLS. Á mála hjá Inter-liðinu eru meðal annars Frakkinn Blaise Matuidi, mexíkóski landsliðsmaðurinn Rodolfo Pizarro, Bretinn Ryan Shawcross og bræðurnir Federico og Gonzalo Higuaín. Í maí á þessu ári var félagið sektað vegna brota á félagsskiptareglum deildarinnar þar sem það var fundið sekt um að hafa farið á svig við reglur um launaþak er við kom skiptum Matuidi og Kólumbíumannsins Andrésar Reyes til liðsins. Liðið var sektað um tvær milljónir bandaríkjadala og verður með lægra launaþak tímabilin 2022 og 2023 vegna málsins. Útlitið er því ekki bjart fyrir framhaldið hjá drengjunum hans Beckham í Miami. MLS Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira
Beckham fór fyrir hópi fjárfesta sem tók yfir liðið árið 2014 og fékk leyfi til þátttöku í MLS-deildinni frá og með tímabilinu 2020, í fyrra. Úrúgvæinn Diego Alonso var fyrsti þjálfari félagsins en var rekinn eftir fyrsta árið, í janúar á þessu ári, þar sem hann hafði unnið aðeins sjö leiki af 24 við stjórnvölin. Inn í hans stað kom Phil Neville, fyrrum liðsfélagi Beckhams hjá Manchester United, sem hefur gengið litlu betur. Inter Miami er með fæst stig í deildinni það sem af er yfirstandandi leiktíð, átta stig eftir ellefu leiki, og aðeins skorað níu mörk. Neville hefur aðeins unnið tvo leiki af ellefu við stjórnvölin. Despite having MLS s highest payroll*, Inter Miami now has the lowest points (8) and goals scored (9) in the entire league. (* per the most recent MLSPA release) pic.twitter.com/bS1kw3CxYI— Grant Wahl (@GrantWahl) July 19, 2021 Fjölmiðlamaðurinn Grant Wahl hjá Sports Illustrated greinir frá því á Twitter að liðið sé það dýrasta í deildinni ef marka má tölur frá MLS. Á mála hjá Inter-liðinu eru meðal annars Frakkinn Blaise Matuidi, mexíkóski landsliðsmaðurinn Rodolfo Pizarro, Bretinn Ryan Shawcross og bræðurnir Federico og Gonzalo Higuaín. Í maí á þessu ári var félagið sektað vegna brota á félagsskiptareglum deildarinnar þar sem það var fundið sekt um að hafa farið á svig við reglur um launaþak er við kom skiptum Matuidi og Kólumbíumannsins Andrésar Reyes til liðsins. Liðið var sektað um tvær milljónir bandaríkjadala og verður með lægra launaþak tímabilin 2022 og 2023 vegna málsins. Útlitið er því ekki bjart fyrir framhaldið hjá drengjunum hans Beckham í Miami.
MLS Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira