Innlent

Smit­tölurnar voru rangar í morgun

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Fimm þeirra ellefu sem greindust í gær voru í sóttkví.
Fimm þeirra ellefu sem greindust í gær voru í sóttkví. vísir/heimir

Ellefu greindust með Co­vid-19 innan­lands í gær en ekki sex­tán eins og sagði í fréttum í morgun. Al­manna­varnir sendu rangar tölur á fjöl­miðla fyrir há­degi en hafa nú leið­rétt þær.

Fimm þeirra ellefu sem greindust innanlands voru í sóttkví.

Í tölunum sem bárust í morgun sagði að sex­tán hefðu greinst innan­lands í gær en inni í þeirri tölu voru fimm sem greindust á landa­mærunum. Heildar­fjöldi smitaðra sem greindust í gær var því sex­tán; ellefu innan­lands en fimm á landa­mærunum.

Al­manna­varnir hafa nú á­kveðið að byrja aftur að upp­færa tölu­legar upp­lýsingar á síðunni co­vid.is alla virka daga vegna þess hve margir hafa greinst með veiruna síðustu daga. Því verður síðan upp­færð með nýjum tölum á morgun klukkan 11.

Þó verða tölurnar ekki upp­færðar um helgar en al­manna­varnir munu senda frá sér upp­lýsingar til fjöl­miðla þá daga telji þær þörf á því.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×