Ríkisstjórnarfundur um tillögur Þórólfs í hádeginu Samúel Karl Ólason og Kristín Ólafsdóttir skrifa 19. júlí 2021 11:46 Frá ríkisstjórnarfundi í vor. Vísir/vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað minnisblaði til heilbrigðisráðherra. Það gerði hann um helgina en hann vill ekki tjá sig um innihald minnisblaðsins í samtali við fréttastofu, fyrr en ríkisstjórnin hafi fjallað um það. Ríkisstjórnarfundur verður haldinn í hádeginu þar sem minnisblaðið verður rætt. Þórólfur sagðist hafa sagt frá skoðunum sínum undanfarna daga og hann hafi einkum verið að hugsa um landamærin. „Vissulega þarf líka að hugsa um innanlands. Við erum að fá töluverða uppsveiflu í dreifingu á smiti núna innanlands og það virðist ekki bara bundið við höfuðborgarsvæðið.“ Hann segir að ekki sé búið að ná utan um það smit sem sé í dreifingu og rakningateymið standi í ströngu. „Þetta smit er komið víða í samfélagið,“ segir Þórólfur. Hann segir þó að enn sem komið er sýni flestir væg einkenni. „Þetta er sem betur fer fólk sem sýnir tiltölulega væg einkenni, enda eru þau á þeim aldrei sem sýnir yfirleitt ekki alvarleg einkenni.“ Þórólfur segir það geta vakið áhyggjur, berist smit í viðkvæma hópa og eldra fólk, hvort bólusetningin muni einnig vernda þá gegn alvarlegum einkennum. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Þórólfur hefur gefið til kynna að hann vilji auka eftirlit á landamærum og þá jafnvel að bólusettir farþegar verði krafðir um PCR-vottorð við komu til Íslands. Hann segir að Ísland yrði ekki eina landið í Evrópu til að gera það. „Það er krafist allskonar prófa í flestum löndum,“ sagði Þórólfur. „Það er mjög breytilegt eftir því hvort fólk er bólusett eða ekki og hvort fólk er að koma frá grænum löndum. Það er oft afsláttur af því þegar fólk er að koma frá grænum löndum eins og Íslandi. Við stefnum þó hraðbyri að því að fara í rauðan lit. Þannig að ég held að það verði kröfur á okkur líka í mörgum löndum við ferðalög erlendis.“ „Við erum alls ekki ein á báti. Það eru flest Evrópulönd með kröfur um annaðhvort neikvætt PCR-próf eða hraðgreiningarpróf áður en fólk kemur.“ Skynsamlegt að skima Íslendinga Aðspurður um það hvort verið sé að skoða það að gefa fólki þriðja skammtinn af bóluefnum segir Þórólfur að verið sé að bíða eftir niðurstöðum rannsókna um það hvort slíkt hjálpi. Það yrði þó ekki í fyrsta lagi fyrr en í lok ágúst. Varðandi það hvort til greina komi að skima Íslendinga sem koma til landsins segir Þórólfur það vera skynsamlegt. Að skima Íslendinga sem koma hingað og eigi hér tengslanet. „Því það eru þeir sem hafa valdið flestum af þessum innanlandssmitum sem við höfum verið að greina,“ segir Þórólfur. Hann segir að þess vegna hafi fólk verið beðið um að fara mjög varlega fyrstu dagana eftir heimkomu frá útlöndum og fara í skimun sýni þau minnstu einkenni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sextán greindust með Covid-19 innanlands og sex í sóttkví Sextán manns greindust með Covid-19 innalands í gær. Þar af voru sex í sóttkví. Einn greindist á landamærunum. 19. júlí 2021 10:41 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Þórólfur sagðist hafa sagt frá skoðunum sínum undanfarna daga og hann hafi einkum verið að hugsa um landamærin. „Vissulega þarf líka að hugsa um innanlands. Við erum að fá töluverða uppsveiflu í dreifingu á smiti núna innanlands og það virðist ekki bara bundið við höfuðborgarsvæðið.“ Hann segir að ekki sé búið að ná utan um það smit sem sé í dreifingu og rakningateymið standi í ströngu. „Þetta smit er komið víða í samfélagið,“ segir Þórólfur. Hann segir þó að enn sem komið er sýni flestir væg einkenni. „Þetta er sem betur fer fólk sem sýnir tiltölulega væg einkenni, enda eru þau á þeim aldrei sem sýnir yfirleitt ekki alvarleg einkenni.“ Þórólfur segir það geta vakið áhyggjur, berist smit í viðkvæma hópa og eldra fólk, hvort bólusetningin muni einnig vernda þá gegn alvarlegum einkennum. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Þórólfur hefur gefið til kynna að hann vilji auka eftirlit á landamærum og þá jafnvel að bólusettir farþegar verði krafðir um PCR-vottorð við komu til Íslands. Hann segir að Ísland yrði ekki eina landið í Evrópu til að gera það. „Það er krafist allskonar prófa í flestum löndum,“ sagði Þórólfur. „Það er mjög breytilegt eftir því hvort fólk er bólusett eða ekki og hvort fólk er að koma frá grænum löndum. Það er oft afsláttur af því þegar fólk er að koma frá grænum löndum eins og Íslandi. Við stefnum þó hraðbyri að því að fara í rauðan lit. Þannig að ég held að það verði kröfur á okkur líka í mörgum löndum við ferðalög erlendis.“ „Við erum alls ekki ein á báti. Það eru flest Evrópulönd með kröfur um annaðhvort neikvætt PCR-próf eða hraðgreiningarpróf áður en fólk kemur.“ Skynsamlegt að skima Íslendinga Aðspurður um það hvort verið sé að skoða það að gefa fólki þriðja skammtinn af bóluefnum segir Þórólfur að verið sé að bíða eftir niðurstöðum rannsókna um það hvort slíkt hjálpi. Það yrði þó ekki í fyrsta lagi fyrr en í lok ágúst. Varðandi það hvort til greina komi að skima Íslendinga sem koma til landsins segir Þórólfur það vera skynsamlegt. Að skima Íslendinga sem koma hingað og eigi hér tengslanet. „Því það eru þeir sem hafa valdið flestum af þessum innanlandssmitum sem við höfum verið að greina,“ segir Þórólfur. Hann segir að þess vegna hafi fólk verið beðið um að fara mjög varlega fyrstu dagana eftir heimkomu frá útlöndum og fara í skimun sýni þau minnstu einkenni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sextán greindust með Covid-19 innanlands og sex í sóttkví Sextán manns greindust með Covid-19 innalands í gær. Þar af voru sex í sóttkví. Einn greindist á landamærunum. 19. júlí 2021 10:41 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Sextán greindust með Covid-19 innanlands og sex í sóttkví Sextán manns greindust með Covid-19 innalands í gær. Þar af voru sex í sóttkví. Einn greindist á landamærunum. 19. júlí 2021 10:41