Innlent

Eldur í hjólhýsi í annað sinn á einum degi

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Slökkvilið að störfum við hjólhýsið.
Slökkvilið að störfum við hjólhýsið. Martin Meyer

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu brást í kvöld við útkalli vegna elds í hjólhýsi á Vesturlandsvegi. Þetta er annað útkallið slökkviliðs í dag vegna elds í hjólhýsi.

Í samtali við fréttastofu segir varðstjóri hjá slökkviliðinu að greiðlega hafi gengið að slökkva eldinn og að engin slys hafi orðið á fólki. Slökkviliðið er enn að störfum á vettvangi.

Loka þurfti veginum í skamma stund en ekki leið langur tími þar til hægt var að hleypa umferð aftur um veginn. Slökkvilið gerir ekki ráð fyrir að miklar umferðartafir hafi orðið.

Fyrr í dag brást slökkvilið við útkalli vegna elds í öðru hjólhýsi í Kópavogi. Það brann til kaldra kola. Mikill eldur logaði í því og þykkan reyk lagði frá meðan eldurinn logaði.

Hér að neðan má sjá ljósmyndir sem fréttastofa fékk sendar af vettvangi.

Lögregla og slökkvilið á vettvangi.Martin Meyer
Einhverjar tafir urðu á umferð. Varðstjóri segir þær þó minni háttar.Martin Meyer

Fréttin hefur verið uppfærð.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.