Íslenski boltinn

Óskar Hrafn: Erfitt að vera dómari í eigin sök

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hljóðið var gott í Óskari Hrafni Þorvaldssyni, þjálfari Breiðabliks, eftir leikinn á Meistaravöllum.
Hljóðið var gott í Óskari Hrafni Þorvaldssyni, þjálfari Breiðabliks, eftir leikinn á Meistaravöllum. vísir/hulda margrét

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var sáttur eftir leikinn á Meistaravöllum, bæði með úrslitin og frammistöðu sinna manna.

Fyrir leikinn höfðu Blikar tapað sex leikjum í röð gegn KR-ingum. Aðspurður hvort hann sæi mikla framför á leik Breiðabliks frá fyrri leiknum gegn KR í sumar sagði Óskar:

„Það er erfitt að segja. Sá leikur var búinn áður en hann byrjaði. Hann bar þess merki að þar var mikil pressa og búið að byggja upp miklar vonir og væntingar, jafnvel meira utan frá og innan frá. Svo lentum við 2-0 undir eftir korter og sá leikur kláraðist þá,“ sagði þjálfarinn.

„Þessi leikur var öðruvísi, meira í járnum og meiri skák. En vissulega finnst manni, að lenda undir strax í byrjun seinni hálfleiks, koma til baka, jafna og reyna að sækja sigurinn, vera sterkt og segir kannski eitthvað til um það hversu langt við höfum komist sem lið á ekki lengri tíma.“

Óskari finnst sínir menn hafa stigið skref fram á við að undanförnu, ekki bara inni á fótboltavellinum.

„Það er erfitt að vera dómari í eigin sök. Ég hef einhverja tilfinningu fyrir því hversu langt liðið er komið og hvort við höfum þroskast. En á endanum eru það þeir sem svara því með frammistöðu, hegðun sinni, hvernig þeir bregðast við mótbyr, meðbyr og þeir tækla daglegt líf í því róti sem þessi ágæta deild er,“ sagði Óskar að endingu.


Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.