Fótbolti

Ari spilaði allan leikinn í sigri

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Valdimar Þór Ingimundarson og Ari Leifsson eru liðsfélagar hjá Strömsgodset.
Valdimar Þór Ingimundarson og Ari Leifsson eru liðsfélagar hjá Strömsgodset. Instagram/@stromsgodsetfotball

Íslendingalið Strömsgodset vann góðan sigur á botnliði Stabæk í síðasta leik dagsins í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Ari Leifsson lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá heimamönnum og nældi sér í gult spjald. Valdimar Þór Ingimundarson sat allan tímann á varamannabekk Strömsgodset.

Leiknum lauk með 2-1 sigri Strömsgodset eftir að liðið lenti undir eftir rúmlega hálftíma leik.

Johan Hove var fljótur að jafna metin og nígeríski framherjinn Fred Friday tryggði Strömsgodset sigurinn með marki á 80.mínútu.

Strömsgodset í 10.sæti deildarinnar eftir tólf leiki.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.