Fótbolti

Jón Dagur á skotskónum í fyrsta leik

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Jón Dagur fagnar marki sínu í dag
Jón Dagur fagnar marki sínu í dag vísir/Getty

Jón Dagur Þorsteinsson og félagar hans í AGF hófu tímabilið í dag þegar liðið fékk Bröndby í heimsókn í fyrstu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar.

Jón Dagur opnaði leikinn með marki strax á tíundu mínútu og kom AGF í forystu.

Kevin Mensah jafnaði metin fyrir gestina í Bröndby skömmu fyrir leikhlé.

Jóni Degi var skipt af velli á 72.mínútu en fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og lokatölur því 1-1.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.