Fótbolti

Brynjólfur hafði betur gegn Viðari Ara

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Brynjólfur gekk til liðs við Kristiansund frá Breiðabliki í fyrra.
Brynjólfur gekk til liðs við Kristiansund frá Breiðabliki í fyrra. vísir/vilhelm

Tveir íslenskir knattspyrnumenn komu við sögu í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag og mættust þegar Kristiansund fékk Sandefjord í heimsókn.

Brynjólfur Willumsson hóf leik í fremstu víglínu Kristiansund og lék fyrstu 83 mínútur leiksins.

Viðar Ari Jónsson var á kantinum hjá Sandefjord og lék allan leikinn.

Hvorugur Íslendinganna komst á blað en leiknum lauk með 2-0 sigri Kristiansund sem styrkti þar með stöðu sína í 3.sæti deildarinnar.

Viðar Ari og félagar hins vegar í 10.sæti deildarinnar en hafa leikið tveimur leikjum færra en mörg önnur lið deildarinnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.