Fótbolti

Öryggis­verðir reyndu að selja passann sinn á úr­slita­leikinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. John Sibley/Getty

Tveir öryggisverðir á þjóðarleikvangi Englendinga, Wembley, hafa verið handteknir eftir að þeir reyndu að selja passann sinn á úrslitaleik Evrópumótsins um síðustu helgi.

Enskir fjölmiðlar greina frá þessu í dag en öryggisverðirnir tveir reyndu að selja passann sinn, ásamt armbandi og vesti á 4500 pund eða tæpar 770 þúsund íslenskar krónur.

Þeir buðu miðana upp á Facebook hóp með nafnið UEFA Face Value Tickets Swap and Sell en lentu í hrömmunum á blaðamanni The Sun.

Öryggisverðirnir héldu að þeir væru að hitta enskan stuðningsmann sem væri örvæntingarfullur eftir miðum á leikinn en lentu svo í blaðamanni og lögreglunni sem handtók þá á staðnum.

Málið hefur vakið nokkurn óhug á Englandi enda hefðu öryggisverðirnir auðveldlega getað selt miðana í Facebook-hópnum en alla frétt The Sun um málið má lesa hér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.