Fótbolti

Sneri aftur á völlinn átta mánuðum eftir höfuðkúpubrot

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Jimenez á ferðinni í dag.
Jimenez á ferðinni í dag. vísir/Getty

Mexíkóski framherjinn Raul Jimenez sneri aftur á fótboltavöllinn í dag, átta mánuðum eftir að hann höfuðkúpubrotnaði í leik gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.

Hinn þrítugi Jimenez var í byrjunarliði Wolves sem mætti Crewe Alexandra í æfingaleik í dag og spilaði leikinn með hjálm, sem hann mun þurfa að notast við út ferilinn.

Jimenez lenti í skelfilegu samstuði í leik gegn Arsenal í nóvember síðastliðnum og þykir mikil mildi að hann hafi ekki hlotið varanlegan heilaskaða í kjölfar þess að höfuðkúpan brotnaði.

Hans var sárt saknað innan vallar hjá Úlfunum í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en sóknarleikur liðsins þótti ekki burðugur í kjölfar meiðsla Mexíkóans sem hefur skorað 34 mörk í 86 leikjum í ensku úrvalsdeildinni síðan hann gekk í raðir félagsins frá Benfica árið 2018.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×