Talsvert veikir í farsóttarhúsi þrátt fyrir bólusetningu Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. júlí 2021 12:49 Farsóttarhúsið er á Fosshótel Lind við Rauðarárstíg. Vísir/Vilhelm Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af sjö utan sóttkvíar. Mjög hefur fjölgað í farsóttarhúsi síðustu daga en á fjórða tug eru þar í einangrun vegna kórónuveirusmits. Forstöðumaður segir að fólkið sé talsvert veikt, þrátt fyrir bólusetningu. Samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavörnum greindust einnig tólf á landamærum í gær. Ekki er enn vitað hversu margir af þeim sem greindust alls í gær eru bólusettir. Smitrakning stendur yfir en 340 eru nú í sóttkví og 97 í einangrun. Fram kemur í tilkynningu almannavarna að búast megi við að enn fleiri fari í sóttkví eftir daginn í dag. Þá hvetja almannavarnir alla sem finna fyrir minnstu einkennum að fara í sýnatöku, bæði bólusetta og óbólusetta. Um 170 dvelja nú á sóttkvíarhótelum Rauða krossins, sem Gylfi Þór Þorsteinsson forstöðumaður sóttvarnahúsa segir í minna lagi. „Á móti kemur er að það er að fjölga gífurlega hjá okkur í farsóttarhúsinu, þar erum við núna með yfir sextíu einstaklinga og þar af eru 36 í einangrun hjá okkur,“ segir Gylfi. Gylfi Þór Þórsteinsson, forstöðumaður sóttvarnahúsa Rauða krossins.Vísir/vilhelm Sérstaklega hafi gestum fjölgað í farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg í gær og í fyrradag - og Gylfi gerir ráð fyrir að taka á móti fleirum í dag. Um helmingur þeirra sem eru í einangrun eru Íslendingar en hinn helmingurinn bólusettir ferðamenn sem greindust með veiruna í sýnatöku fyrir brottför. „Fólk er náttúrulega hingað komið til að ferðast og er að fara vítt og breitt um landið eða jafnvel að koma og hitta vini og ættingja,“ segir Gylfi. Ekki „skemmtileg“ einkenni Þá sé stór hópur þeirra sem eru í einangrun með talsverð einkenni, þrátt fyrir bólusetningu. Ekki hefur þó þurft að flytja neinn á sjúkrahús vegna alvarlegra veikinda. „Og þetta eru ekkert einkenni sem er skemmtilegt að hafa. Þessu virðist fylgja núna svona mikil og slæm hálsbólga, niðurgangur, mikill höfuðverkur, fólki er þungt fyrir brjóstinu, andardráttur kannski erfiður. Þetta eru þessi klassísku einkenni sem hafa verið að fylgja þessum vírus nánast frá upphafi. Og þau eru að koma fram hjá bólusettum líka, því miður.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur boðað að hann hyggist leggja til að aðgerðir verði hertar á landamærum. Hann hefur sagt að til greina komi að krefjast þess að fólk framvísi neikvæðu PCR-prófi við komu til landsins. Þórólfur segir í samskiptum við fréttastofu í morgun að hann hafi ekki skilað minnisblaðinu enn. „Ég get alveg sagt þér það strax að Þórólfur er miklu betur til þess fallinn en ég að segja hvað eigi að gera á landamærunum,“ segir Gylfi. „En miðað við mitt leikmannamat þá myndi ég halda að ef fólk þurfi að framvísa neikvæðu PCR-prófi við komu frá sínu heimalandi þá strax myndi það hjálpa mikið að halda veirunni utan landssteinanna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Tengdar fréttir Tólf greindust með veiruna innanlands í gær Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Af þeim voru fimm í sóttkví en sjö utan sóttkvíar. 17. júlí 2021 10:54 Segir nauðsynlegt að stjórnvöld grípi til aðgerða á landamærum Yfirlæknir ónæmisfræðideildar á Landspítalanum segir nauðsynlegt að stjórnvöld grípi til aðgerða á landamærum vegna nýrrar stöðu í faraldri kórónuveirunnar hér á landi. Hann telur sterkar líkur á að fólk þurfi endurbólusetningu gegn nýjum afbrigðum á borð við hið bráðsmitandi delta afbrigði. 16. júlí 2021 19:30 „Algjörlega galið“ að herða tökin á landamærunum frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar og þeirri efnahagslegri viðspyrnu sem fjölgun ferðamanna hér á landi veiti sé það „algjörlega galið" ætli stjórnvöld sér að herða tökin á landamærunum, líkt og sóttvarnalæknir hefur í hyggju að leggja til að verði gert. 16. júlí 2021 14:36 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Sjá meira
Samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavörnum greindust einnig tólf á landamærum í gær. Ekki er enn vitað hversu margir af þeim sem greindust alls í gær eru bólusettir. Smitrakning stendur yfir en 340 eru nú í sóttkví og 97 í einangrun. Fram kemur í tilkynningu almannavarna að búast megi við að enn fleiri fari í sóttkví eftir daginn í dag. Þá hvetja almannavarnir alla sem finna fyrir minnstu einkennum að fara í sýnatöku, bæði bólusetta og óbólusetta. Um 170 dvelja nú á sóttkvíarhótelum Rauða krossins, sem Gylfi Þór Þorsteinsson forstöðumaður sóttvarnahúsa segir í minna lagi. „Á móti kemur er að það er að fjölga gífurlega hjá okkur í farsóttarhúsinu, þar erum við núna með yfir sextíu einstaklinga og þar af eru 36 í einangrun hjá okkur,“ segir Gylfi. Gylfi Þór Þórsteinsson, forstöðumaður sóttvarnahúsa Rauða krossins.Vísir/vilhelm Sérstaklega hafi gestum fjölgað í farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg í gær og í fyrradag - og Gylfi gerir ráð fyrir að taka á móti fleirum í dag. Um helmingur þeirra sem eru í einangrun eru Íslendingar en hinn helmingurinn bólusettir ferðamenn sem greindust með veiruna í sýnatöku fyrir brottför. „Fólk er náttúrulega hingað komið til að ferðast og er að fara vítt og breitt um landið eða jafnvel að koma og hitta vini og ættingja,“ segir Gylfi. Ekki „skemmtileg“ einkenni Þá sé stór hópur þeirra sem eru í einangrun með talsverð einkenni, þrátt fyrir bólusetningu. Ekki hefur þó þurft að flytja neinn á sjúkrahús vegna alvarlegra veikinda. „Og þetta eru ekkert einkenni sem er skemmtilegt að hafa. Þessu virðist fylgja núna svona mikil og slæm hálsbólga, niðurgangur, mikill höfuðverkur, fólki er þungt fyrir brjóstinu, andardráttur kannski erfiður. Þetta eru þessi klassísku einkenni sem hafa verið að fylgja þessum vírus nánast frá upphafi. Og þau eru að koma fram hjá bólusettum líka, því miður.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur boðað að hann hyggist leggja til að aðgerðir verði hertar á landamærum. Hann hefur sagt að til greina komi að krefjast þess að fólk framvísi neikvæðu PCR-prófi við komu til landsins. Þórólfur segir í samskiptum við fréttastofu í morgun að hann hafi ekki skilað minnisblaðinu enn. „Ég get alveg sagt þér það strax að Þórólfur er miklu betur til þess fallinn en ég að segja hvað eigi að gera á landamærunum,“ segir Gylfi. „En miðað við mitt leikmannamat þá myndi ég halda að ef fólk þurfi að framvísa neikvæðu PCR-prófi við komu frá sínu heimalandi þá strax myndi það hjálpa mikið að halda veirunni utan landssteinanna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Tengdar fréttir Tólf greindust með veiruna innanlands í gær Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Af þeim voru fimm í sóttkví en sjö utan sóttkvíar. 17. júlí 2021 10:54 Segir nauðsynlegt að stjórnvöld grípi til aðgerða á landamærum Yfirlæknir ónæmisfræðideildar á Landspítalanum segir nauðsynlegt að stjórnvöld grípi til aðgerða á landamærum vegna nýrrar stöðu í faraldri kórónuveirunnar hér á landi. Hann telur sterkar líkur á að fólk þurfi endurbólusetningu gegn nýjum afbrigðum á borð við hið bráðsmitandi delta afbrigði. 16. júlí 2021 19:30 „Algjörlega galið“ að herða tökin á landamærunum frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar og þeirri efnahagslegri viðspyrnu sem fjölgun ferðamanna hér á landi veiti sé það „algjörlega galið" ætli stjórnvöld sér að herða tökin á landamærunum, líkt og sóttvarnalæknir hefur í hyggju að leggja til að verði gert. 16. júlí 2021 14:36 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Sjá meira
Tólf greindust með veiruna innanlands í gær Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Af þeim voru fimm í sóttkví en sjö utan sóttkvíar. 17. júlí 2021 10:54
Segir nauðsynlegt að stjórnvöld grípi til aðgerða á landamærum Yfirlæknir ónæmisfræðideildar á Landspítalanum segir nauðsynlegt að stjórnvöld grípi til aðgerða á landamærum vegna nýrrar stöðu í faraldri kórónuveirunnar hér á landi. Hann telur sterkar líkur á að fólk þurfi endurbólusetningu gegn nýjum afbrigðum á borð við hið bráðsmitandi delta afbrigði. 16. júlí 2021 19:30
„Algjörlega galið“ að herða tökin á landamærunum frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar og þeirri efnahagslegri viðspyrnu sem fjölgun ferðamanna hér á landi veiti sé það „algjörlega galið" ætli stjórnvöld sér að herða tökin á landamærunum, líkt og sóttvarnalæknir hefur í hyggju að leggja til að verði gert. 16. júlí 2021 14:36