Fréttir

Sjö vilja verða forstjóri á Akureyri

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jón Magnús Kristjánsson er á meðal umsækjenda um starfið. Hann hætti sem yfirlæknir bráðadeildar Landspítalans í upphafi árs og tók við starfi framkvæmdastjóra hjá Heilsuvernd.
Jón Magnús Kristjánsson er á meðal umsækjenda um starfið. Hann hætti sem yfirlæknir bráðadeildar Landspítalans í upphafi árs og tók við starfi framkvæmdastjóra hjá Heilsuvernd. Vísir/Baldur Hrafnkell

Sjö umsóknir bárust til heilbrigðisráðuneytis um embætti forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri en umsóknarfrestur rann út þann 12. júlí síðastliðinn. Greint er frá nöfnum umsækjenda á vef heilbrigðisráðuneytisins.

Umsækjendur eru eftirfarandi, í stafrófsröð:

  • Einar Örn Thorlacius, lögfræðingur
  • Guðmundur Magnússon, framkvæmdarstjóri
  • Hildigunnur Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri
  • Jón Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri
  • Kristinn v Blöndal, ráðgjafi
  • Linda Rut Benediktsdóttir, sviðsstjóri
  • Suren Kanayan, læknir

Þriggja manna hæfnisnefnd, sem starfar á grundvelli 9. gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007, mun nú meta hæfni umsækjanda en starfsreglur nefndarinnar má finna hér.

Heilbrigðisráðherra skipar í stöðu forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri til 5 ára frá 1. september 2021.

Bjarni Smári Jónasson, starfandi forstjóri, tilkynnti samstarfsfólki í júní að hann ætlaði að láta af störfum og fara að njóta þess skemmtilega kafla ævinnar sem nefndur hefur verið þriðja æviskeiðið.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.