Segir virkni bóluefna ekki eins góða og vonast var til Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. júlí 2021 19:31 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir virkni bóluefna gegn kórónuveirunni ekki eins góða og vonast var til. Þá hafi heilsufar áhrif á virkni bólusetninga. Hann íhugar nú að leggja það til að allir sem koma til landsins verði krafðir um neikvætt PCR próf. Tíu fullbólusettir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru fimm utan sóttkvíar. „Frá 27. maí hefur enginn upplýsingafundur verið haldinn. En í dag mættu þeir Þórólfur og Víðir og upplýstu okkur um stöðuna eftir 49 daga hlé.“ Þeir fimm sem greindust smitaðir í fyrradag og þeir tveir sem greindust daginn áður eru allir smitaðir af Delta afbrigði veirunnar sem er í miklum vexti erlendis og talið meira smitandi en önnur afbrigði. Beðið er eftir raðgreiningu í tilfelli þeirra tíu sem greindust í gær. Vonaðist eftir betri virkni Þórólfur segir virkni bóluefna gegn kórónuveirunni ekki eins góða og vonast var til. „Við erum að sjá það gerast að bóluefni kemur ekki í veg fyrir smit þó það komi í veg fyrir alvarlegar afleiðingar þannig að við erum að uppgötva þetta bara jafn óðum og þetta er ný vitneskja sem við erum að fá,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Heilsufar hafi áhrif á virknina Þá segir hann svörun við bóluefni misjafna eftir hópum og hvetur hann viðkvæma hópa til að gæta að sér. „Það hafa rannsóknir verið gerðar og auðvitað er það þannig að fólk með ónæmisvandamál svara bólusetningunni ekki alveg eins vel og fólk sem er við fulla heilsu og svo er munur á aldurshópum.“ Landamærin veiki hlekkurinn Flest smit megi rekja til landamæra og skemmtistaða. Þórólfur segir það koma í ljós á næstunni hvort grípa þurfi til aðgerða og horfir sérstaklega til landamæra. „Við gætum t.d. krafið alla um neikvætt PCR próf áður en það kemur við byrðingu, það er að segja þegar fólk kemur í vélina. Margar þjóðir gera það og ég held að það væri ágætis kostur fyrir okkur og ég er að hugleiða það hvort ég eigi að leggja það til við ráðherra og það verður þá gert mjög fljótlega,“ sagði Þórólfur. Einnig væri hægt að taka sýni hjá ákveðnum hópum sem taldir eru líklegir til að valda hættu á dreifingu veirunnar hér innanlands, t.d. Íslendingum. „Við höfum ekki bolmagn til að taka sýni hjá öllum þeim sem hingað koma. Til þess er fjöldi ferðamanna allt of mikill,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Sjá meira
„Frá 27. maí hefur enginn upplýsingafundur verið haldinn. En í dag mættu þeir Þórólfur og Víðir og upplýstu okkur um stöðuna eftir 49 daga hlé.“ Þeir fimm sem greindust smitaðir í fyrradag og þeir tveir sem greindust daginn áður eru allir smitaðir af Delta afbrigði veirunnar sem er í miklum vexti erlendis og talið meira smitandi en önnur afbrigði. Beðið er eftir raðgreiningu í tilfelli þeirra tíu sem greindust í gær. Vonaðist eftir betri virkni Þórólfur segir virkni bóluefna gegn kórónuveirunni ekki eins góða og vonast var til. „Við erum að sjá það gerast að bóluefni kemur ekki í veg fyrir smit þó það komi í veg fyrir alvarlegar afleiðingar þannig að við erum að uppgötva þetta bara jafn óðum og þetta er ný vitneskja sem við erum að fá,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Heilsufar hafi áhrif á virknina Þá segir hann svörun við bóluefni misjafna eftir hópum og hvetur hann viðkvæma hópa til að gæta að sér. „Það hafa rannsóknir verið gerðar og auðvitað er það þannig að fólk með ónæmisvandamál svara bólusetningunni ekki alveg eins vel og fólk sem er við fulla heilsu og svo er munur á aldurshópum.“ Landamærin veiki hlekkurinn Flest smit megi rekja til landamæra og skemmtistaða. Þórólfur segir það koma í ljós á næstunni hvort grípa þurfi til aðgerða og horfir sérstaklega til landamæra. „Við gætum t.d. krafið alla um neikvætt PCR próf áður en það kemur við byrðingu, það er að segja þegar fólk kemur í vélina. Margar þjóðir gera það og ég held að það væri ágætis kostur fyrir okkur og ég er að hugleiða það hvort ég eigi að leggja það til við ráðherra og það verður þá gert mjög fljótlega,“ sagði Þórólfur. Einnig væri hægt að taka sýni hjá ákveðnum hópum sem taldir eru líklegir til að valda hættu á dreifingu veirunnar hér innanlands, t.d. Íslendingum. „Við höfum ekki bolmagn til að taka sýni hjá öllum þeim sem hingað koma. Til þess er fjöldi ferðamanna allt of mikill,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Sjá meira