Fótbolti

Neymar sannfærði Ramos um að fara til PSG

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sergio Ramos og Neymar eru orðnir samherjar hjá Paris Saint-Germain.
Sergio Ramos og Neymar eru orðnir samherjar hjá Paris Saint-Germain. getty/Burak Akbulut

Sergio Ramos segir að Neymar hafi sannfært sig um að ganga til liðs við Paris Saint-Germain.

Eftir ár hjá Real Madrid yfirgaf Ramos félagið þegar samningur hans við það rann út í sumar. Hann var eftirsóttur og hafði nokkra kosti í stöðunni en valdi á endanum PSG, ekki síst fyrir tilstuðlan Neymars. Þeir háðu marga hildina þegar þeir léku með Barcelona og Real Madrid en er vel til vina.

„Neymar sannfærði mig áður en ég samdi við PSG. Áður en þú semur við nýtt félag er alltaf gott að tala við nokkra leikmenn,“ sagði Ramos.

„Ég hef talað við Neymar í sex til sjö ár. Þótt hann hafi spilað fyrir Barcelona og ég fyrir Real Madrid höfum við alltaf verið góðir vinir.“

Ramos vann Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum með Real Madrid og er staðráðinn í að hjálpa PSG að vinna sinn fyrsta Evrópumeistaratitil.

„Að koma til félags sem er 51 árs og hefur aldrei unnið Meistaradeildina, það yrði sögulegt að afreka það. Og hvað mig snertir væri mjög mikilvægt að vinna fimmta Meistaradeildartitilinn,“ sagði Ramos.

Auk hans hefur PSG fengið Gianluigi Donnarumma, Achraf Hakimi og Georginio Wijnaldum til sín í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×