„Hatrið mun aldrei sigra“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. júlí 2021 08:00 Jadon Sancho eftir að honum brást bogalistin á vítapunktinum í vítakeppninni í úrslitaleik EM. getty/Eddie Keogh Jadon Sancho segir að kynþáttafordómarnir sem hann varð fyrir eftir úrslitaleik EM hafi ekki komið sér á óvart. Hann segir þó að hatrið muni aldrei sigra. Í fyrstu færslu sinni á samfélagsmiðlum eftir úrslitaleikinn segist Sancho hafa brugðist samherjum sínum, þjálfurum og stuðningsmönnum enska landsliðsins þegar hann klúðraði sinni spyrnu í vítakeppninni í úrslitaleiknum gegn Ítalíu. „Ég vil biðja alla samherja mína, þjálfarateymið og síðast en ekki síst stuðningsmennina afsökunar á að hafa brugðist þeim. Þetta er langversta tilfinning sem ég hef upplifað á ferlinum,“ skrifaði Sancho á Twitter. pic.twitter.com/yjcjqf8mwL— Jadon Sancho (@Sanchooo10) July 14, 2021 Hann segist jafnan vera öruggur á vítapunktinum og haft verið fullur sjálfstrausts og tilbúinn að taka vítið í úrslitaleiknum en það hafi bara ekki ratað rétta leið. Sancho segist hafa notið síðasta mánaðar með enska landsliðinu til hins ítrasta og að samheldnin í hópnum sé engu lík. Sem fyrr sagði urðu ensku leikmennirnir sem klikkuðu í vítakeppninni, Sancho, Marcus Rashford og Bukayo Saka, fyrir kynþáttaníði eftir úrslitaleikinn. Sancho segir að það hafi því miður ekki komið á óvart og samfélagið verði að gera betur í baráttunni gegn rasisma. „Ég ætla ekki að láta eins og ég hafi ekki séð níðið sem við urðum fyrir en því miður er það ekkert nýtt. Við sem samfélag verðum að gera betur og láta þá seku bera ábyrgð. Hatrið mun aldrei sigra. Til allra þeirra ungmenna sem hafa orðið fyrir svipuðu níði, berið höfuðið hátt og haldið áfram að elta drauminn,“ skrifaði Sancho. „Ég er stoltur af þessu enska liði og hvernig við höfum sameinað þjóðina eftir erfiða átján mánuði. Eins mikið og okkur langaði til að vinna þetta mót munum við byggja á þessu og læra af reynslunni.“ Sancho þakkaði svo fyrir öll jákvæðu skilaboðin sem honum hafa borist og segir að þau trompi neikvæðu og meiðandi athugasemdirnar. Sancho, sem er 21 árs, verður væntanlega kynntur sem leikmaður Manchester United á næstu dögum, eftir að hann hefur staðist læknisskoðun hjá félaginu. Hann kemur til United frá Borussia Dortmund. EM 2020 í fótbolta Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Risastór veggmynd af Rashford, Sancho og Saka í Manchester Risastór veggmynd af Marcus Rashford, Jadon Sancho og Bukayo Saka hefur verið afhjúpuð. 14. júlí 2021 12:00 Chiellini lagði bölvun á Saka áður en hann tók síðustu spyrnuna Giorgio Chiellini lagði bölvun á Bukayo Saka áður en hann tók síðustu spyrnu Englands í vítaspyrnukeppninni gegn Ítalíu í úrslitaleik EM. 14. júlí 2021 10:03 Barnaþjálfari handtekinn fyrir rasísk ummæli í garð Rashfords Fimmtugur yngri flokka þjálfari var handtekinn fyrir rasísk ummæli í garð Marcus Rashford á Twitter eftir úrslitaleik EM. 14. júlí 2021 08:31 Pabbi Maguires rifbeinsbrotnaði í látunum á Wembley Pabbi enska landsliðsmannsins Harrys Maguire rifbeinsbrotnaði í látunum á úrslitaleik EM á Wembley á sunnudaginn. 14. júlí 2021 08:00 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn ÍA - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir heimamenn Körfubolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Leik lokið KR- Ármann 102-93: | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Sjá meira
Í fyrstu færslu sinni á samfélagsmiðlum eftir úrslitaleikinn segist Sancho hafa brugðist samherjum sínum, þjálfurum og stuðningsmönnum enska landsliðsins þegar hann klúðraði sinni spyrnu í vítakeppninni í úrslitaleiknum gegn Ítalíu. „Ég vil biðja alla samherja mína, þjálfarateymið og síðast en ekki síst stuðningsmennina afsökunar á að hafa brugðist þeim. Þetta er langversta tilfinning sem ég hef upplifað á ferlinum,“ skrifaði Sancho á Twitter. pic.twitter.com/yjcjqf8mwL— Jadon Sancho (@Sanchooo10) July 14, 2021 Hann segist jafnan vera öruggur á vítapunktinum og haft verið fullur sjálfstrausts og tilbúinn að taka vítið í úrslitaleiknum en það hafi bara ekki ratað rétta leið. Sancho segist hafa notið síðasta mánaðar með enska landsliðinu til hins ítrasta og að samheldnin í hópnum sé engu lík. Sem fyrr sagði urðu ensku leikmennirnir sem klikkuðu í vítakeppninni, Sancho, Marcus Rashford og Bukayo Saka, fyrir kynþáttaníði eftir úrslitaleikinn. Sancho segir að það hafi því miður ekki komið á óvart og samfélagið verði að gera betur í baráttunni gegn rasisma. „Ég ætla ekki að láta eins og ég hafi ekki séð níðið sem við urðum fyrir en því miður er það ekkert nýtt. Við sem samfélag verðum að gera betur og láta þá seku bera ábyrgð. Hatrið mun aldrei sigra. Til allra þeirra ungmenna sem hafa orðið fyrir svipuðu níði, berið höfuðið hátt og haldið áfram að elta drauminn,“ skrifaði Sancho. „Ég er stoltur af þessu enska liði og hvernig við höfum sameinað þjóðina eftir erfiða átján mánuði. Eins mikið og okkur langaði til að vinna þetta mót munum við byggja á þessu og læra af reynslunni.“ Sancho þakkaði svo fyrir öll jákvæðu skilaboðin sem honum hafa borist og segir að þau trompi neikvæðu og meiðandi athugasemdirnar. Sancho, sem er 21 árs, verður væntanlega kynntur sem leikmaður Manchester United á næstu dögum, eftir að hann hefur staðist læknisskoðun hjá félaginu. Hann kemur til United frá Borussia Dortmund.
EM 2020 í fótbolta Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Risastór veggmynd af Rashford, Sancho og Saka í Manchester Risastór veggmynd af Marcus Rashford, Jadon Sancho og Bukayo Saka hefur verið afhjúpuð. 14. júlí 2021 12:00 Chiellini lagði bölvun á Saka áður en hann tók síðustu spyrnuna Giorgio Chiellini lagði bölvun á Bukayo Saka áður en hann tók síðustu spyrnu Englands í vítaspyrnukeppninni gegn Ítalíu í úrslitaleik EM. 14. júlí 2021 10:03 Barnaþjálfari handtekinn fyrir rasísk ummæli í garð Rashfords Fimmtugur yngri flokka þjálfari var handtekinn fyrir rasísk ummæli í garð Marcus Rashford á Twitter eftir úrslitaleik EM. 14. júlí 2021 08:31 Pabbi Maguires rifbeinsbrotnaði í látunum á Wembley Pabbi enska landsliðsmannsins Harrys Maguire rifbeinsbrotnaði í látunum á úrslitaleik EM á Wembley á sunnudaginn. 14. júlí 2021 08:00 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn ÍA - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir heimamenn Körfubolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Leik lokið KR- Ármann 102-93: | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Sjá meira
Risastór veggmynd af Rashford, Sancho og Saka í Manchester Risastór veggmynd af Marcus Rashford, Jadon Sancho og Bukayo Saka hefur verið afhjúpuð. 14. júlí 2021 12:00
Chiellini lagði bölvun á Saka áður en hann tók síðustu spyrnuna Giorgio Chiellini lagði bölvun á Bukayo Saka áður en hann tók síðustu spyrnu Englands í vítaspyrnukeppninni gegn Ítalíu í úrslitaleik EM. 14. júlí 2021 10:03
Barnaþjálfari handtekinn fyrir rasísk ummæli í garð Rashfords Fimmtugur yngri flokka þjálfari var handtekinn fyrir rasísk ummæli í garð Marcus Rashford á Twitter eftir úrslitaleik EM. 14. júlí 2021 08:31
Pabbi Maguires rifbeinsbrotnaði í látunum á Wembley Pabbi enska landsliðsmannsins Harrys Maguire rifbeinsbrotnaði í látunum á úrslitaleik EM á Wembley á sunnudaginn. 14. júlí 2021 08:00