Fótbolti

Risastór veggmynd af Rashford, Sancho og Saka í Manchester

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Veggmyndin sem Sportbible lét gera í Manchester af þeim Bukayo Saka, Marcus Rashford og Jadon Sancho.
Veggmyndin sem Sportbible lét gera í Manchester af þeim Bukayo Saka, Marcus Rashford og Jadon Sancho. sportbible

Risastór veggmynd af Marcus Rashford, Jadon Sancho og Bukayo Saka hefur verið afhjúpuð.

Þremenningunum brást bogalistin í vítaspyrnukeppninni í úrslitaleik EM þar sem England tapaði fyrir Ítalíu. Í kjölfarið bárust þeim fjöldi rasískra skilaboða á samfélagsmiðlum.

Rashford, Sancho og Saka hafa einnig fengið stuðning úr ýmsum áttum og hatursorðræðan gegn þeim hefur víða verið fordæmd.

Sportbible lét gera risastóra veggmynd af þremenningunum í Manchester. Hún var afhjúpuð í gær. Á veggmyndinni sjást Rashford, Sancho og Saka í enska landsliðsbúningnum með kórónu á höfðinu. Á myndinni stendur svo: Aldrei biðjast afsökunar á hver þú ert.

Skemmdarverk voru unnin á veggmynd af Rashford í Withington í Manchester eftir úrslitaleikinn. Það hefur nú verið lagað með skilaboðum til stuðnings framherjanum. Fjöldi fólks safnaðist saman við veggmyndina í gær til að styðja við bakið á Rashford.

Eftir úrslitaleikinn baðst afsökunar á vítaklúðrinu en sagðist aldrei biðjast afsökunar á því hver hann er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×