Fullyrðingar um sakfellingar á samfélagsmiðlum standist ekki Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júlí 2021 07:26 Gunnar Ingi (t.v.) spyr hvort Helgi hefði í grein sinni ekki átt að segjast vera sjálfur Joseph McCarthy, frekar en Ingó Veðurguð. Vísir/Samsett Hæstaréttarlögmaðurinn Gunnar Ingi Jóhannsson segir því fara fjarri að ásökunum kvenna á hendur Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni, um kynferðisofbeldi, og viðbrögðum almennings við því megi líkja við réttarfar miðalda og jafna við sakfellingar. Þetta segir hann í grein sem birtist hér á Vísi, og virðist ákveðið svar við grein sem lögfræðingurinn Helgi Áss Grétarsson birti fyrir viku síðan. Í upphafi greinar sinnar fjallar Gunnar Ingi um bandaríska öldungadeildarþingmanninn Joseph McCarthy, sem ofsótti kommúnista í Bandaríkjunum á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar. Helgi Áss hafði sjálfur líkt ásökunum kvennanna á hendur Ingólfi við athafnir McCarthys og notað orðalagið „réttarfar miðalda og sakfellingar á samfélagsmiðlum.“ Þetta segir Gunnar Ingi vera af og frá. „Staðreyndin er hins vegar sú að ásakanir kvennanna á hendur tónlistarmanninum byggja ekki á stjórnmálaskoðunum hans, trú, kynþætti eða öðru slíku. Þær saka tónlistarmanninn um kynferðisofbeldi. Þessar ásakanir eru settar fram í nafni tjáningarfrelsis, sem einnig er varið af stjórnarskrá þessa lands. Í 73. gr. hennar segir að allir séu frjálsir skoðana sinna og sannfæringar og eigi rétt á að láta í ljós hugsanir sínar. Viðbrögð Helga og annarra við tjáningu kvennanna eru sett fram á sömu forsendum. Hvorki er um að ræða pólitískar ofsóknir né hafa sambærileg mál sem upp hafa komið nýlega reynst byggð á sandi, þvert á móti,“ skrifar Gunnar Ingi. Ekkert eins og réttarfar miðalda Hann segir það fara fjarri að ásökununum og viðbrögðum almennings megi líkja við réttarfar miðalda eða jafna við sakfellingar. Það hafa engin réttarhöld verið haldin og enginn hefur verið sakfelldur. Ásakanir hafi komið fram og viðbrögðin við þeim hafi ýmist verið jákvæð eða neikvæð. „Réttarfar miðalda voru athafnir sem efnt var til af opinberu valdi, andlegu og veraldlegu, þar sem réttindi ákærðra voru lítil sem engin og miðuðu fyrst og fremst að því að fá hinn ákærða til að játa. Hvort sem þeim lauk með játningu eða ekki var hinn sakaði hvort sem er sakfelldur og mátti þá þola refsingu, oftar en ekki gjalda með lífi sínu. Þetta á ekkert skylt við það þegar einstaklingur sakar annan einstakling um refsiverða háttsemi,“ skrifar Gunnar Ingi og bendir á að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi í dómum sínum slegið því föstu að ásökun einstaklings verði ekki lögð að jöfnu við ákæru hins opinbera, þar sem raunveruleg sakfelling um refsiverðan verknað er möguleiki. Spyr hvort ásakanir á hendur konunum séu ekki ósanngjarnar Gunnar Ingi segir það þó rétt að til sé farvegur fyrir mál þeirra sem telji sig hafa sætt afbroti af hendi annars manns, nefnilega að kæra málið og von að það fari alla leið hjá yfirvöldum. Hann segir það virðast sem svo að Helgi telji þennan farveg sem hið opinbera býður upp á, vera þann eina rétta. „Hins vegar verður að árétta það sem að framan segir að ásakanir og umræður um þær eru settar fram í nafni tjáningarfrelsis sem varið er af stjórnarskrá. Stjórnarskrárákvæðið gerir meðal annars ráð fyrir því að sá sem tjáir sig ábyrgist tjáningu sína fyrir dómi. Í þessu sambandi skal bent á að til er farvegur í 242. gr. almennra hegningarlaga fyrir þá sem telja sig sæta óréttmætum og meiðandi nafnlausum ásökunum af hendi annarra. Rétturinn felst í því að kæra ummælin til lögreglu og vonast eftir að málið dagi þar ekki uppi á borðum, sem reyndar er algengara en hitt.“ Gunnar Ingi segir það vel mögulegt að þær konur sem hafi sakað Ingólf um kynferðisbrot hafi einfaldlega nýtt stjórnarskrárvarinn rétt sinn til þess að tjá sannfæringu sína og hugsanir, og segir hann að miðað við nýlega dómaframkvæmd kunni réttur einstaklings til þess að tjá upplifun sína af ofbeldi að vera mjög sterkur. Því sé alls óvíst hvort konunum sem um ræðir hafi verið óheimilt að tjá sig með þeim hætti sem þær hafa gert. „Þannig kunna þeir sem hafa haldið því fram að konurnar hafi framið lögbrot, þar á meðal fólk með lögfræðipróf upp á vasann eins og McCarthy, því að hafa tekið þátt í ósanngjörnum og röngum ásökunum á hendur konunum. Kannski þarf sá sem veitist að konum fyrir notkun þeirra á tjáningarfrelsi og líkir tjáningu þeirra við pólitískan rétttrúnað og nornaveiðar fyrri tíma, að líta sér nær enda hafa konurnar ekki verið sakfelldar fyrir að hafa meitt æru tónlistarmannsins með tjáningu sinni.“ Helgi Áss lauk grein sinni á orðunum „Ég er Ingó Veðurguð.“ Gunnar Ingi veltir því upp hvort betur hefði farið á því ef þar undir hefði staðið „Ég er Joseph McCarthy.“ Mál Ingólfs Þórarinssonar MeToo Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sjá meira
Í upphafi greinar sinnar fjallar Gunnar Ingi um bandaríska öldungadeildarþingmanninn Joseph McCarthy, sem ofsótti kommúnista í Bandaríkjunum á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar. Helgi Áss hafði sjálfur líkt ásökunum kvennanna á hendur Ingólfi við athafnir McCarthys og notað orðalagið „réttarfar miðalda og sakfellingar á samfélagsmiðlum.“ Þetta segir Gunnar Ingi vera af og frá. „Staðreyndin er hins vegar sú að ásakanir kvennanna á hendur tónlistarmanninum byggja ekki á stjórnmálaskoðunum hans, trú, kynþætti eða öðru slíku. Þær saka tónlistarmanninn um kynferðisofbeldi. Þessar ásakanir eru settar fram í nafni tjáningarfrelsis, sem einnig er varið af stjórnarskrá þessa lands. Í 73. gr. hennar segir að allir séu frjálsir skoðana sinna og sannfæringar og eigi rétt á að láta í ljós hugsanir sínar. Viðbrögð Helga og annarra við tjáningu kvennanna eru sett fram á sömu forsendum. Hvorki er um að ræða pólitískar ofsóknir né hafa sambærileg mál sem upp hafa komið nýlega reynst byggð á sandi, þvert á móti,“ skrifar Gunnar Ingi. Ekkert eins og réttarfar miðalda Hann segir það fara fjarri að ásökununum og viðbrögðum almennings megi líkja við réttarfar miðalda eða jafna við sakfellingar. Það hafa engin réttarhöld verið haldin og enginn hefur verið sakfelldur. Ásakanir hafi komið fram og viðbrögðin við þeim hafi ýmist verið jákvæð eða neikvæð. „Réttarfar miðalda voru athafnir sem efnt var til af opinberu valdi, andlegu og veraldlegu, þar sem réttindi ákærðra voru lítil sem engin og miðuðu fyrst og fremst að því að fá hinn ákærða til að játa. Hvort sem þeim lauk með játningu eða ekki var hinn sakaði hvort sem er sakfelldur og mátti þá þola refsingu, oftar en ekki gjalda með lífi sínu. Þetta á ekkert skylt við það þegar einstaklingur sakar annan einstakling um refsiverða háttsemi,“ skrifar Gunnar Ingi og bendir á að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi í dómum sínum slegið því föstu að ásökun einstaklings verði ekki lögð að jöfnu við ákæru hins opinbera, þar sem raunveruleg sakfelling um refsiverðan verknað er möguleiki. Spyr hvort ásakanir á hendur konunum séu ekki ósanngjarnar Gunnar Ingi segir það þó rétt að til sé farvegur fyrir mál þeirra sem telji sig hafa sætt afbroti af hendi annars manns, nefnilega að kæra málið og von að það fari alla leið hjá yfirvöldum. Hann segir það virðast sem svo að Helgi telji þennan farveg sem hið opinbera býður upp á, vera þann eina rétta. „Hins vegar verður að árétta það sem að framan segir að ásakanir og umræður um þær eru settar fram í nafni tjáningarfrelsis sem varið er af stjórnarskrá. Stjórnarskrárákvæðið gerir meðal annars ráð fyrir því að sá sem tjáir sig ábyrgist tjáningu sína fyrir dómi. Í þessu sambandi skal bent á að til er farvegur í 242. gr. almennra hegningarlaga fyrir þá sem telja sig sæta óréttmætum og meiðandi nafnlausum ásökunum af hendi annarra. Rétturinn felst í því að kæra ummælin til lögreglu og vonast eftir að málið dagi þar ekki uppi á borðum, sem reyndar er algengara en hitt.“ Gunnar Ingi segir það vel mögulegt að þær konur sem hafi sakað Ingólf um kynferðisbrot hafi einfaldlega nýtt stjórnarskrárvarinn rétt sinn til þess að tjá sannfæringu sína og hugsanir, og segir hann að miðað við nýlega dómaframkvæmd kunni réttur einstaklings til þess að tjá upplifun sína af ofbeldi að vera mjög sterkur. Því sé alls óvíst hvort konunum sem um ræðir hafi verið óheimilt að tjá sig með þeim hætti sem þær hafa gert. „Þannig kunna þeir sem hafa haldið því fram að konurnar hafi framið lögbrot, þar á meðal fólk með lögfræðipróf upp á vasann eins og McCarthy, því að hafa tekið þátt í ósanngjörnum og röngum ásökunum á hendur konunum. Kannski þarf sá sem veitist að konum fyrir notkun þeirra á tjáningarfrelsi og líkir tjáningu þeirra við pólitískan rétttrúnað og nornaveiðar fyrri tíma, að líta sér nær enda hafa konurnar ekki verið sakfelldar fyrir að hafa meitt æru tónlistarmannsins með tjáningu sinni.“ Helgi Áss lauk grein sinni á orðunum „Ég er Ingó Veðurguð.“ Gunnar Ingi veltir því upp hvort betur hefði farið á því ef þar undir hefði staðið „Ég er Joseph McCarthy.“
Mál Ingólfs Þórarinssonar MeToo Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sjá meira