Fótbolti

Pabbi Maguires rifbeinsbrotnaði í látunum á Wembley

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Harry Maguire lék vel á EM og var valinn í úrvalslið mótsins.
Harry Maguire lék vel á EM og var valinn í úrvalslið mótsins. getty/Eddie Keogh

Pabbi enska landsliðsmannsins Harrys Maguire rifbeinsbrotnaði í látunum á úrslitaleik EM á Wembley á sunnudaginn.

Fjöldi miðalausra stuðningsmanna Englands ruddust inn á Wembley og tóku sæti af fólki sem hafði keypt miða á leikinn. Meðal þeirra sem lentu í fótboltabullunum var pabbi Maguires.

„Pabbi var í látunum. Ég hef ekki rætt mikið við hann en er fegin að börnin mín fóru ekki á leikinn,“ sagði Maguire.

„Pabbi var hræddur og þannig á engum að líða á fótboltaleik. Pabbi og umboðsmaðurinn minn urðu verst úti. Pabbi átti erfitt með andardrátt vegna rifbeinsbrotsins en hann er ekki vanur að gera mikið hlutunum og hélt bara áfram. Hann hefur alltaf stutt mig og heldur áfram að mæta á leiki en verður kannski varari um sig eftir þetta. Við ættum öll að læra af þessu og sjá til þess að þetta gerist ekki aftur.“

UEFA, Evrópska knattspyrnusambandið, hefur kært enska knattspyrnusambandið vegna ólátanna á úrslitaleiknum á sunnudaginn.

Maguire skoraði af öryggi úr sinni spyrnu í vítakeppninni í úrslitaleiknum þar sem England tapaði fyrir Ítalíu.

Maguire, sem er fyrirliði Manchester United, lék fimm leiki á EM og skoraði eitt mark. Hann var valinn í úrvalslið mótsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×