Mikið tekjutap að missa aðganginn Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júlí 2021 20:38 Valdimar Óskarsson er framkvæmdastjóri Syndis. Kristín Pétursdóttir er einn áhrifavaldanna sem lenti í klóm tölvuþrjótsins. Samsett Áhrifavaldur sem varð fyrir barðinu á erlendum tölvuþrjóti segir árásina gríðarlegt áfall. Netöryggissérfræðingur segir málið afar sérstakt og telur mögulegt að einhver hér á landi hafi greitt þrjótinum fyrir árásina. Síðan á sunnudag hafa um tuttugu helstu áhrifavaldar landsins glatað aðgangi að Instagram-reikningum sínum. Tölvuþrjóturinn hefur til að mynda beint spjótum sínum að áhrifavöldunum Sunnevu Einarsdóttur, Brynjari Steini Gylfasyni (Binna Glee) og Patreki Jaime. Netöryggisfyrirtækið Syndis hefur kannað málið en svo virðist sem öryggisstillingar hjá áhrifavöldunum hafi verið í lagi. „Við vitum að þetta er hópur í Tyrklandi sem sé að senda tilkynningar til Instagram um að þessir reikningar hafi verið misnotaðir eða það fari fram eitthvað óeðlilegt, eins og terrorismi eða eitthvað annað,“ segir Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri Syndis. Ekki hægt að verja sig þessum árásum Instagram loki reikningunum í kjölfarið. Það sé afar sérstakt að árásin beinist að Íslendingum. „Þeir segja sko: „Ekki kenna okkur um, lítið ykkur nær, það eru kannski einhverjir sem þið þekkið sem eru að borga okkur fyrir að gera þetta.“ Þá varpar maður fram þeirri spurningu: er einhver að borga þessum Tyrkjum til að senda inn „abuse“ eða kvörtun?“ Tekið geti vikur eða mánuði að fá reikninginn aftur. Þá geti notendur varla varið sig þessum árásum. Það hafi jafnframt ekkert upp á sig að borga þrjótnum þar sem hann virðist ekki hafa aðgang að reikningunum sjálfur. Kannski fullkomlega handahófskennt Kristín Pétursdóttir, leikkona og einn áhrifavaldanna sem varð fyrir barðinu á þrjótnum, segir það áfall að glata dýrmætu efni á þennan máta. „Við erum mörg sem vinnum á Instagram hjá alls konar fyrirtækjum og mikið tekjutap fólgið í því en maður verður bara að vona það besta.“ Þá hafi þrjóturinn krafist peninga frá fólki tengdu áhrifavöldunum í gegnum falska reikninga í þeirra nafni. Áhrifavaldarnir eigi jafnframt erfitt með að sjá fyrir sér að nokkur hér á landi gæti hafa sigað þrjótnum á þá. „Hvort hann sé að reyna að egna okkur saman eða hvað hann er að gera, kannski er þetta bara fullkomlega handahófskennt.“ Samfélagsmiðlar Netöryggi Netglæpir Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Síðan á sunnudag hafa um tuttugu helstu áhrifavaldar landsins glatað aðgangi að Instagram-reikningum sínum. Tölvuþrjóturinn hefur til að mynda beint spjótum sínum að áhrifavöldunum Sunnevu Einarsdóttur, Brynjari Steini Gylfasyni (Binna Glee) og Patreki Jaime. Netöryggisfyrirtækið Syndis hefur kannað málið en svo virðist sem öryggisstillingar hjá áhrifavöldunum hafi verið í lagi. „Við vitum að þetta er hópur í Tyrklandi sem sé að senda tilkynningar til Instagram um að þessir reikningar hafi verið misnotaðir eða það fari fram eitthvað óeðlilegt, eins og terrorismi eða eitthvað annað,“ segir Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri Syndis. Ekki hægt að verja sig þessum árásum Instagram loki reikningunum í kjölfarið. Það sé afar sérstakt að árásin beinist að Íslendingum. „Þeir segja sko: „Ekki kenna okkur um, lítið ykkur nær, það eru kannski einhverjir sem þið þekkið sem eru að borga okkur fyrir að gera þetta.“ Þá varpar maður fram þeirri spurningu: er einhver að borga þessum Tyrkjum til að senda inn „abuse“ eða kvörtun?“ Tekið geti vikur eða mánuði að fá reikninginn aftur. Þá geti notendur varla varið sig þessum árásum. Það hafi jafnframt ekkert upp á sig að borga þrjótnum þar sem hann virðist ekki hafa aðgang að reikningunum sjálfur. Kannski fullkomlega handahófskennt Kristín Pétursdóttir, leikkona og einn áhrifavaldanna sem varð fyrir barðinu á þrjótnum, segir það áfall að glata dýrmætu efni á þennan máta. „Við erum mörg sem vinnum á Instagram hjá alls konar fyrirtækjum og mikið tekjutap fólgið í því en maður verður bara að vona það besta.“ Þá hafi þrjóturinn krafist peninga frá fólki tengdu áhrifavöldunum í gegnum falska reikninga í þeirra nafni. Áhrifavaldarnir eigi jafnframt erfitt með að sjá fyrir sér að nokkur hér á landi gæti hafa sigað þrjótnum á þá. „Hvort hann sé að reyna að egna okkur saman eða hvað hann er að gera, kannski er þetta bara fullkomlega handahófskennt.“
Samfélagsmiðlar Netöryggi Netglæpir Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent