Hver stjarnan á fætur annarri fyrir barðinu á hakkaranum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júlí 2021 10:56 Sunneva Einarsdóttir er meðal fórnarlamba hakkarans en hún nýtur mikilla vinsælda á Instagram. Vísir/Vilhelm Sunneva Einarsdóttir, strákarnir í Æði, Ástrós Trausta og Dóra Júlía eru á meðal fjölmargra nýrra fórnarlamba hakkara nokkurs sem hefur tekið yfir hvern Instagram-reikninginn á fætur öðrum undanfarinn rúman sólarhring. Leikkonan Kristín Pétursdóttir var á meðal fyrstu fórnarlamba hakkarans sem stærir sig af því að geta tekið yfir hvaða Instagram-reikning sem er og hvetur fólk til að senda sér tillögur að næstu fórnarlömbum. Fórnarlömbin sjá einfaldlega reikninginn sinn hverfa og engin svör fást. Kristín var í gær að vinna í því með Instagram að reyna að komast aftur í aðganginn sinn. Svo virðist sem um sé að ræða skipulagða herferð og fórnarlömbin, sem sífellt fjölgar, eru komin í hópspjall og leita lausna. Af samskiptum sem þrjóturinn hefur átt við fórnarlömbin virðist hann við fyrstu sýn vera tyrkneskur. Birgitta Líf hafði ekki verið í samskiptum við sinn hakkara þegar Vísir náði af henni tali í gær. Sá hefur verið að senda skilaboð á aðra áhrifavalda þarsem hann gefur í skyn „hver sé næstur.“Vísir/Vilhelm Birgitta Líf Björnsdóttir, markaðsstjóri World Class, er einnig á meðal fórnarlamba. Þær Kristín njóta vinsælda á Instagram, báðar með yfir tuttugu þúsund fylgjendur. „Maður er auðvitað bara drulluhræddur. Maður veit ekki neitt en ég er núna búin að sanna að þetta sé ég og ég vona að þeir (Instagram) séu ekki búnir að eyða síðunni heldur að það sé möguleiki á því að virkja hana aftur,“ sagði Kristín við Vísi í gær. Bassi Vilhjálms, Patrekur Jaime og Binni Glee eru í sömu ömurlegu stöðu og þær Kristín og Birgitta. Sömu sögu er að segja um Dóru Júlíu plötusnúð og Sunnevu Einarsdóttur. Sú síðarnefnda nálgast fimmtíu þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum. Virðist þurfa að þekkja einhvern hjá Facebook Kristín segist í samtali við Vísi í morgun ekki hafa fengið nein svör frá Instagram. Svo virðist vera sem maður þurfi að þekkja einhvern innanhúss hjá Facebook, eiganda Instagram, til að eitthvað gerist í málinu. Um einn milljarður notenda eru á Instagram. „Auðunn Blöndal sagðist hafa náð að tala við einhvern markaðsstjóra,“ segir Kristín. Auðunn og söngkonan Bríet lentu í því að missa Instagram-síður sínar tímabundið. Auðunn hefur 43 þúsund fylgjendur og Bríet 15 þúsund. Það tókst að leysa málin í þeirra tilfellum. „Þessum mönnum leiðist bara. Get a life,“ segir Kristín. Þær Birgitta séu komnar með tölvunarfræðing í lið með sér sem segist bjartsýnn á að geta endurheimt reikninginn. „Ég reyni bara að vera bjartsýn líka.“ Fórnarlömbin hafa sum hver fengið tölvupóst frá hakkaranum þar sem hann segist vera sá sem tók yfir reikninginn. Vilji fólk opna reikninginn að nýju þurfi að svara póstinum. Samfélagsmiðlar Netglæpir Tengdar fréttir Hakkarar í herferð: Birgitta Líf og Kristín Péturs á meðal fórnarlamba „Ég var með allt á hreinu hélt ég varðandi öryggi að ég hélt en einhvern veginn gerist þetta og þessi maður nær að hakkar sig inn á Instagrammið mitt,“ segir leikkonan Kristín Pétursdóttir í samtali við Vísi. 12. júlí 2021 20:37 Mest lesið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Sjá meira
Leikkonan Kristín Pétursdóttir var á meðal fyrstu fórnarlamba hakkarans sem stærir sig af því að geta tekið yfir hvaða Instagram-reikning sem er og hvetur fólk til að senda sér tillögur að næstu fórnarlömbum. Fórnarlömbin sjá einfaldlega reikninginn sinn hverfa og engin svör fást. Kristín var í gær að vinna í því með Instagram að reyna að komast aftur í aðganginn sinn. Svo virðist sem um sé að ræða skipulagða herferð og fórnarlömbin, sem sífellt fjölgar, eru komin í hópspjall og leita lausna. Af samskiptum sem þrjóturinn hefur átt við fórnarlömbin virðist hann við fyrstu sýn vera tyrkneskur. Birgitta Líf hafði ekki verið í samskiptum við sinn hakkara þegar Vísir náði af henni tali í gær. Sá hefur verið að senda skilaboð á aðra áhrifavalda þarsem hann gefur í skyn „hver sé næstur.“Vísir/Vilhelm Birgitta Líf Björnsdóttir, markaðsstjóri World Class, er einnig á meðal fórnarlamba. Þær Kristín njóta vinsælda á Instagram, báðar með yfir tuttugu þúsund fylgjendur. „Maður er auðvitað bara drulluhræddur. Maður veit ekki neitt en ég er núna búin að sanna að þetta sé ég og ég vona að þeir (Instagram) séu ekki búnir að eyða síðunni heldur að það sé möguleiki á því að virkja hana aftur,“ sagði Kristín við Vísi í gær. Bassi Vilhjálms, Patrekur Jaime og Binni Glee eru í sömu ömurlegu stöðu og þær Kristín og Birgitta. Sömu sögu er að segja um Dóru Júlíu plötusnúð og Sunnevu Einarsdóttur. Sú síðarnefnda nálgast fimmtíu þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum. Virðist þurfa að þekkja einhvern hjá Facebook Kristín segist í samtali við Vísi í morgun ekki hafa fengið nein svör frá Instagram. Svo virðist vera sem maður þurfi að þekkja einhvern innanhúss hjá Facebook, eiganda Instagram, til að eitthvað gerist í málinu. Um einn milljarður notenda eru á Instagram. „Auðunn Blöndal sagðist hafa náð að tala við einhvern markaðsstjóra,“ segir Kristín. Auðunn og söngkonan Bríet lentu í því að missa Instagram-síður sínar tímabundið. Auðunn hefur 43 þúsund fylgjendur og Bríet 15 þúsund. Það tókst að leysa málin í þeirra tilfellum. „Þessum mönnum leiðist bara. Get a life,“ segir Kristín. Þær Birgitta séu komnar með tölvunarfræðing í lið með sér sem segist bjartsýnn á að geta endurheimt reikninginn. „Ég reyni bara að vera bjartsýn líka.“ Fórnarlömbin hafa sum hver fengið tölvupóst frá hakkaranum þar sem hann segist vera sá sem tók yfir reikninginn. Vilji fólk opna reikninginn að nýju þurfi að svara póstinum.
Samfélagsmiðlar Netglæpir Tengdar fréttir Hakkarar í herferð: Birgitta Líf og Kristín Péturs á meðal fórnarlamba „Ég var með allt á hreinu hélt ég varðandi öryggi að ég hélt en einhvern veginn gerist þetta og þessi maður nær að hakkar sig inn á Instagrammið mitt,“ segir leikkonan Kristín Pétursdóttir í samtali við Vísi. 12. júlí 2021 20:37 Mest lesið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Sjá meira
Hakkarar í herferð: Birgitta Líf og Kristín Péturs á meðal fórnarlamba „Ég var með allt á hreinu hélt ég varðandi öryggi að ég hélt en einhvern veginn gerist þetta og þessi maður nær að hakkar sig inn á Instagrammið mitt,“ segir leikkonan Kristín Pétursdóttir í samtali við Vísi. 12. júlí 2021 20:37