Meðferðarkjarninn á stærð við tvo knattspyrnuvelli Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. júlí 2021 20:01 Nýr Landspítali mun rísa á næstu árum. Fyrirhugað er að starfsemin verði hafin að fullu árið 2026. Heildarkostnaður við byggingu nýs Landspítala við Hringbraut hefur aukist um ríflega sextán milljarða króna. Húsnæðið verður eitt það stærsta sem byggt hefur verið hér á landi og mun kosta hartnær áttatíu milljarða króna. Meðferðarkjarninn verður stærsta byggingin í uppbyggingu nýs Landspítala. Í fyrstu var gert ráð fyrir að hann yrði 53 þúsund fermetrar en ákveðið var að stækka hann í 70 þúsund fermetra. Til samanburðar á nefna að Smáralind er um 62 þúsund fermetrar og allur flöturinn undir meðferðarkjarnanum er á pari við tvo knattspyrnuvelli. Kostnaður við framkvæmdirnar verður um 79,1 milljarður króna, sem er um 16,3 milljörðum meira en áætlað var árið 2017, sem skýrist meðal annars af stækkun meðferðarkjarnans. „Það sem hefur breyst er að það hafa komið fleiri starfsemiseiningar, það er mikil áhersla t.d. lögð á sóttvarnaeiningar í húsinu. En um leið að þá hefur byggingin breyst hún hefur tekið við öðruvísi flæði heldur en var gert ráð fyrir á árunum 2010 til 2013 og hún hefur í sjálfu sér ekki breyst frá árinu 2017, heldur hafa áætlanir þroskast og við erum alltaf að birta nýjar áætlanir til þess að stjórnvöld, og þá um leið Alþingi, sé upplýst um það sem er að gerast,” segir Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala ohf. Þá var gerð aukin krafa um jarðskjálftavarnir, um fram það sem byggingarreglugerðir segja til um. „Það sem við vildum gera var það að þessi bygging væri starfhæf nokkrum klukkustundum eftir stóran skjálfta því þetta er byggingin sem á að taka við öllum þeim sjúklingum eða þeim sem verða fyrir einhvers konar vá í jarðskjálfta,” segir hann. Meðferðarkjarninn verður eitt stærsta hús sem byggt hefur verið hér á landi. Að auki stendur til að byggja rannsóknahús, tæknihús, viðbyggingu við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands og bílastæði. Áætlað er að full starfsemi hefjist árið 2026. Einstaklingsrými verða fyrir 200 manns. Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Meðferðarkjarninn verður stærsta byggingin í uppbyggingu nýs Landspítala. Í fyrstu var gert ráð fyrir að hann yrði 53 þúsund fermetrar en ákveðið var að stækka hann í 70 þúsund fermetra. Til samanburðar á nefna að Smáralind er um 62 þúsund fermetrar og allur flöturinn undir meðferðarkjarnanum er á pari við tvo knattspyrnuvelli. Kostnaður við framkvæmdirnar verður um 79,1 milljarður króna, sem er um 16,3 milljörðum meira en áætlað var árið 2017, sem skýrist meðal annars af stækkun meðferðarkjarnans. „Það sem hefur breyst er að það hafa komið fleiri starfsemiseiningar, það er mikil áhersla t.d. lögð á sóttvarnaeiningar í húsinu. En um leið að þá hefur byggingin breyst hún hefur tekið við öðruvísi flæði heldur en var gert ráð fyrir á árunum 2010 til 2013 og hún hefur í sjálfu sér ekki breyst frá árinu 2017, heldur hafa áætlanir þroskast og við erum alltaf að birta nýjar áætlanir til þess að stjórnvöld, og þá um leið Alþingi, sé upplýst um það sem er að gerast,” segir Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala ohf. Þá var gerð aukin krafa um jarðskjálftavarnir, um fram það sem byggingarreglugerðir segja til um. „Það sem við vildum gera var það að þessi bygging væri starfhæf nokkrum klukkustundum eftir stóran skjálfta því þetta er byggingin sem á að taka við öllum þeim sjúklingum eða þeim sem verða fyrir einhvers konar vá í jarðskjálfta,” segir hann. Meðferðarkjarninn verður eitt stærsta hús sem byggt hefur verið hér á landi. Að auki stendur til að byggja rannsóknahús, tæknihús, viðbyggingu við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands og bílastæði. Áætlað er að full starfsemi hefjist árið 2026. Einstaklingsrými verða fyrir 200 manns.
Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira