Innlent

Könnuðu virknina í gígnum með hjálp Land­helgis­gæslunnar og dróna

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Myndbandið sýnir virknina í gígnum síðasta laugardag og hvernig hraun rann í Meradali.
Myndbandið sýnir virknina í gígnum síðasta laugardag og hvernig hraun rann í Meradali. Skjáskot

Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands birti í gær drónamyndband sem tekið var á gosstöðvunum í Geldingadölum á laugardag.

Myndbandið er tilkomumikið og sýnir hrauntjörn í gígnum þar sem svokölluð afgösun kvikunnar úr gosinu fer fram, það er að segja, gasið losnar frá kvikunni sem rennur síðan sem hraun í átt til Meradala. Það má sjá hér að neðan.

Fulltrúar hópsins komust upp á Gónhól, sem áður var vinsæll útsýnisstaður yfir gossvæðið áður en hraun lokaði gönguleiðinni upp á hann, með hjálp Landhelgisgæslunnar. Þar var hópurinn staddur til þess að gera úttekt á gosvirkninni ofan í gígnum sjálfum.

Það var svo gert með hjálp myndefnis úr drónanum, sem flogið var af meistaranemanum Jónu Sigurlínu Pálmadóttur.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.