Gáfu Saka tíu í einkunn fyrir frammistöðuna í úrslitaleiknum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. júlí 2021 10:45 Bukayo Saka niðurlútur eftir að hafa klúðrað síðastu spyrnu Englands í vítakeppninni gegn Ítalíu. getty/Shaun Botterill Sky Sports sýndi Bukayo Saka stuðning með táknrænum hætti eftir tap Englands fyrir Ítalíu í úrslitaleik EM í gær. Hinn nítján ára Saka kom inn á sem varamaður þegar tuttugu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma, í stöðunni 1-1. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og því réðust úrslitin í vítakeppni. Saka tók síðustu spyrnu Englands og þurfti að skora til að jafna og senda vítakeppnina í bráðabana. Gianluigi Donnarumma varði hins vegar spyrnu Arsenal-mannsins og tryggði ítalska liðinu Evrópumeistaratitilinn. Þrátt fyrir vítaklúðrið fékk Saka hæstu einkunn hjá Sky Sports eftir leikinn í gær, eða tíu. „Það væri hægt að tala um hvernig spilamennska Englands batnaði eftir að hann kom inn á og leikkerfinu var breytt. En eina einkuninn sem er þess virði að gefa er viðurkenning á því að stíga fram á spennuþrungnasta augnabliki sem til er, nítján ára strákur sem hafði varla spilað fyrir þjóð sína fyrr en á þessu ári og hafði aldrei tekið víti fyrir sitt félagslið, og taka síðasta vítið þegar margir af reyndari samherjum hans sátu hjá. England hefði ekki átt að setja unglinginn nálægt þessari stöðu,“ segir í umsögn Sky Sports. Fyrir utan Saka fengu markvörðurinn Jordan Pickford og miðverðirnir John Stones og Harry Maguire hæstu einkunn hjá Sky Sports fyrir frammistöðu sína, eða átta. Mason Mount fékk lægstu einkunn ensku leikmannanna, eða fjóra. Fyrirliðinn Harry Kane fékk fimm líkt og varamennirnir Jordan Henderson og Jack Grealish. Eftir leikinn varð Saka fyrir kynþáttaníði á samfélagsmiðlum líkt og Sancho og Rashford. Enska knattspyrnusambandið, félög leikmannanna, blaðamenn og fleiri hafa fordæmt ummælin. Saka hefur leikið níu landsleiki fyrir England og skorað eitt mark. Það kom gegn Austurríki í aðdraganda EM. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira
Hinn nítján ára Saka kom inn á sem varamaður þegar tuttugu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma, í stöðunni 1-1. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og því réðust úrslitin í vítakeppni. Saka tók síðustu spyrnu Englands og þurfti að skora til að jafna og senda vítakeppnina í bráðabana. Gianluigi Donnarumma varði hins vegar spyrnu Arsenal-mannsins og tryggði ítalska liðinu Evrópumeistaratitilinn. Þrátt fyrir vítaklúðrið fékk Saka hæstu einkunn hjá Sky Sports eftir leikinn í gær, eða tíu. „Það væri hægt að tala um hvernig spilamennska Englands batnaði eftir að hann kom inn á og leikkerfinu var breytt. En eina einkuninn sem er þess virði að gefa er viðurkenning á því að stíga fram á spennuþrungnasta augnabliki sem til er, nítján ára strákur sem hafði varla spilað fyrir þjóð sína fyrr en á þessu ári og hafði aldrei tekið víti fyrir sitt félagslið, og taka síðasta vítið þegar margir af reyndari samherjum hans sátu hjá. England hefði ekki átt að setja unglinginn nálægt þessari stöðu,“ segir í umsögn Sky Sports. Fyrir utan Saka fengu markvörðurinn Jordan Pickford og miðverðirnir John Stones og Harry Maguire hæstu einkunn hjá Sky Sports fyrir frammistöðu sína, eða átta. Mason Mount fékk lægstu einkunn ensku leikmannanna, eða fjóra. Fyrirliðinn Harry Kane fékk fimm líkt og varamennirnir Jordan Henderson og Jack Grealish. Eftir leikinn varð Saka fyrir kynþáttaníði á samfélagsmiðlum líkt og Sancho og Rashford. Enska knattspyrnusambandið, félög leikmannanna, blaðamenn og fleiri hafa fordæmt ummælin. Saka hefur leikið níu landsleiki fyrir England og skorað eitt mark. Það kom gegn Austurríki í aðdraganda EM. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira